Íþróttaráð

159. fundur 20. nóvember 2014 kl. 14:00 - 16:00 Fundarherbergi á 3. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Ingibjörg Ólöf Isaksen formaður
  • Árni Óðinsson
  • Birna Baldursdóttir
  • Sigurjón Jónasson
  • Þórunn Sif Harðardóttir
  • Guðrún Þórsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • fundarritari
Fundargerð ritaði: Ellert Örn Erlingsson Forstöðumaður íþróttamála
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2015 - íþróttaráð

Málsnúmer 2014080009Vakta málsnúmer

Unnið að fjárhagsáætlun íþróttamála fyrir starfsárið 2015. Bæjarráð bókaði á fundi sínum þann 6. nóvember 2014 að vísa frekari vinnu við fjárhagsáætlun til fagnefnda.

Íþróttaráð samþykkir endurskoðaða tillögu að fjárhagsáætlun 2015 og vísar henni til bæjarráðs.

2.Kraftlyftingarfélag Akureyrar - ósk um styrk vegna keppnisaðstöðu

Málsnúmer 2014070080Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju erindi dagsett 8. júlí 2014 frá ÍBA fyrir hönd KFA þar sem óskað er eftir styrk að upphæð 4,4 milljónir króna til uppbyggingar á keppnisaðstöðu. Erindinu var á fundi íþróttaráðs 14. ágúst sl. vísað til gerðar fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.

Íþróttaráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Hlíðarfjall - starfsemi og starfsmannamál

Málsnúmer 2014050114Vakta málsnúmer

Umræður um rekstur og starfsemi yfir allt árið.

Íþróttaráð felur formanni og forstöðumanni íþróttamála að vinna málið áfram.

4.Afrekssjóður Akureyrar

Málsnúmer 2012100159Vakta málsnúmer

Samkvæmt samþykkt um Afrekssjóð Akureyrar skal íþróttaráð skipa tvo fulltrúa í stjórn og skal formaður íþróttaráðs vera formaður stjórnar Afrekssjóðs.

Fulltrúar íþróttaráðs í Afrekssjóði verða Ingibjörg Isaksen og Þórunn Sif Harðardóttir.

5.Starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018

Málsnúmer 2014080084Vakta málsnúmer

Umræður um starfsáætlun íþróttaráðs 2015-2018.

Fundi slitið - kl. 16:00.