Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012 - fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 2011070038

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3279. fundur - 14.07.2011

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli 2011 fyrir árið 2012.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

Bæjarráð - 3279. fundur - 14.07.2011

Lagt fram til kynningar yfirlit um fasteignamat 2012.

Bæjarráð - 3280. fundur - 21.07.2011

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 14. júlí sl. en þá lagði Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli 2011 fyrir árið 2012.
Formaður bæjarráðs lagði fram breytingu á fjárhagsáætlunarferlinu sem felur í sér að starfsáætlanir nefnda verði aðeins lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn en ekki til samþykktar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlunarferli með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti tillögunni með þessum breytingum og óska bókað ásamt Sigurði Guðmundssyni A-lista:

Við erum andvígir þessari breytingu þar sem hún skerðir rétt bæjarfulltrúa til að taka afstöðu til starfsáætlana einstakra nefnda.

Fulltrúar L-lista ítreka að nefndir vinna samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun og að starfsáætlanir taka mið af henni og telja að ekki sé verið að ganga á rétt bæjarfulltrúa.

Félagsmálaráð - 1127. fundur - 10.08.2011

Ferli og tímaáætlun fjárhagsáætlunargerðar bæjarins fyrir árið 2012 lagt fram til kynningar.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar sat fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd - 21. fundur - 15.08.2011

Fyrir fundinn var lögð fram til kynningar fjárhagsáætlunarferli á árinu 2011 og tímaáætlun.

Bæjarráð - 3284. fundur - 01.09.2011

Þegar hér var komið mætti bæjarstjóri á fundinn kl. 09:45.

Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri lagði fram drög að tekjuáætlun og fjárhagsramma ásamt öðrum forsendum fjárhagsáætlunar ársins 2012.

Bæjarráð - 3285. fundur - 06.09.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3286. fundur - 08.09.2011

Sigurður Guðmundsson A-lista og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri viku af fundi kl. 11:35.

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3287. fundur - 12.09.2011

Lögð fram tillaga að fjárhagsrömmum ársins 2012.

Bæjarráð samþykkir tillögu að fjárhagsramma fyrir árið 2012.

Bæjarfulltrúar A-lista, B-lista, D-lista, S-lista og V-lista óska bókað:

Við samþykkjum framkomna tillögu um fjárhagsramma fyrir árið 2012, en minnum á að í þriggja ára áætlun er gert ráð fyrir hagræðingarkröfu upp á 200 milljónir króna sem aðeins er mætt að hluta í þessum ramma.

Við munum taka afstöðu til einstakra hagræðingarkrafna og tillagna um breytingar á tekjustofnum í umræðu um gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2012.

Bæjarráð - 3288. fundur - 15.09.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3289. fundur - 22.09.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3293. fundur - 27.10.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar og Gunnar Gíslason fræðslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Andrea Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 11:40.
Hermann Jón Tómasson S-lista vék af fundi kl. 11:55.

Bæjarráð - 3294. fundur - 03.11.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Guðrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri fjölskyldudeildar, Margrét Guðjónsdóttir framkvæmdastjóri HAK og Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri búsetudeildar mættu á fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð - 3295. fundur - 10.11.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Brit Bieltvedt framkvæmdastjóri Öldrunarheimila Akureyrar og Þórgnýr Dýrfjörð framkvæmdastjóri Akureyrarstofu mættu á fundinn undir þessum lið.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 11:47.
Hermann Jón Tómasson S-lista vék af fundi kl. 11:53.

Bæjarráð - 3296. fundur - 15.11.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3297. fundur - 17.11.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3312. fundur - 22.11.2011

7. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 17. nóvember 2011:
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2012 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð - 3298. fundur - 24.11.2011

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3299. fundur - 01.12.2011

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2012.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu að gjaldskrám 2012 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3299. fundur - 01.12.2011

5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 22. nóvember 2011:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hagsýslustjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta sem eru:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Fráveita Akureyrar
Félagslegar íbúðir
Strætisvagnar Akureyrar
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Hafnasamlag Norðurlands
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Öldrunarheimili Akureyrar
Norðurorka hf

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bæjarstjórn - 3313. fundur - 06.12.2011

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. desember 2011:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2012.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu að gjaldskrám 2012 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta bæjarráðs með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista , Ólafs Jónssonar D-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Bæjarstjórn - 3313. fundur - 06.12.2011

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. desember 2011:
5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 22. nóvember 2011:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hagsýslustjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta sem eru:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar
A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.
B-hluta stofnanir:
Fráveita Akureyrar
Félagslegar íbúðir
Strætisvagnar Akureyrar
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Hafnasamlag Norðurlands
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Öldrunarheimili Akureyrar
Norðurorka hf
Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

a) Styrkur til Fimleikafélags Akureyrar hækki úr kr. 511.000 í kr. 2.500.000

b) Styrkur til Sundfélagsins Óðins hækki úr kr. 511.000 í kr. 2.000.000

c) Styrkur til Siglingaklúbbsins Nökkva hækki úr kr. 511.000 í kr. 1.500.000

d) Styrkur til Tónræktarinnar fari úr kr. 750.000 í kr. 1.500.000.

Breytingartillaga Sigurðar Guðmundssonar var borin upp og afgreidd á eftirfarandi hátt:

a) liður var felldur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

b) var felldur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

c) var felldur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

d) var felldur með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

Bæjarstjórn samþykkir að liðurinn Fráveita Akureyrarbæjar (liður 141) í framkvæmdayfirliti fjárhagsáætlunar verði hækkaður í kr. 300 milljónir til að mæta kostnaði við gerð frárásarpípu frá Krossanesi að Sandgerðisbót sem tengist 500 m útrásarpípu. Til að mæta þessu verði hætt við fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut og 75 milljónir dregnar af stofnbúnaði fyrir aðalsjóð.

Breytingartillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Hermann Jón Tómasson S-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

Bæjarstjórn samþykkir að liðurinn Fráveita Akureyrar (liður 141) í framkvæmdayfirliti fjárhagsáætlunar verði hækkaður í kr. 300.000 milljónir til að mæta kostnaði vegna uppbyggingar fyrsta áfanga hreinsivirkis og útrásarpípu.

Breytingartillaga Hermanns Jóns Tómassonar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæði Hermanns Jóns Tómassonar S-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2012 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2012. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.

Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:

a) liður var samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

b) liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

c) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 7.293 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 12.988.366 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 17)

I. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða -335.619 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 15.039.096 þús. kr.

II. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða -372 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 107.448 þús. kr.

III. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 15.728 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 6.492.224 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 3)

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -312.970 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 25.172.400 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 75.285 þús. kr.

II. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -53.900 þús. kr.

III. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 7.502 þús. kr.

IV. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -8.414 þús. kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 33.691 þús. kr.

VI. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -30.428 þús. kr.

VII. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -28.201 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 590 þús. kr.

IX. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -349 þús. kr.

X. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

XI. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 476.122 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 62.928 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 37.107.848 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bókun:

Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Forseti lýsti yfir að 6. liður dagskrárinnar ásamt 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. desember 2011 séu þar með afgreiddir.