Bæjarráð

3288. fundur 15. september 2011 kl. 09:00 - 10:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Tryggvi Þór Gunnarsson
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2011050032Vakta málsnúmer

Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri, Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri og Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar mættu á fundinn undir þessum lið og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.
Dan Jens Brynjarsson fór einnig yfir rekstrarstöðu þeirra málaflokka er undir hagþjónustu heyra.

Bæjarráð þakkar þeim Dagnýju, Dan, Höllu Margréti og Kristni fyrir yfirferðina.

2.Fiskey - hluthafafundur 2011

Málsnúmer 2011090057Vakta málsnúmer

Erindi dags. 12. september 2011 frá Arnari Frey Jónssyni framkvæmdastjóra Fiskeyjar hf, þar sem komið er á framfæri ýmsum upplýsingum um stöðu mála hjá Fiskey hf og tilkynnt um fyrirhugaðan hluthafafund þann 19. september 2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 10:37.