Bæjarráð

3293. fundur 27. október 2011 kl. 09:00 - 12:10 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Njáll Trausti Friðbertsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Anna Hildur Guðmundsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.SÁÁ - styrkbeiðni vegna reksturs göngudeildar 2012

Málsnúmer 2011100092Vakta málsnúmer

Erindi dags. 19. október 2011 frá Ásgerði Th. Björnsdóttur framkvæmdastjóra fjármálasviðs SÁÁ þar sem óskað er eftir að samstarfssamningur Akureyrarbæjar og SÁÁ um rekstur göngudeildar SÁÁ á Akureyri verði endurnýjaður.
Anna Hildur Guðmundsdóttir A-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

2.Brunabótafélag Íslands - aðalfundur fulltrúaráðs 2011

Málsnúmer 2011090136Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar samþykkt frá aðalfundi fulltrúaráðs EBÍ þar sem fram kemur eftirfarandi:
Aðalfundur fulltrúaráðs Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélag Íslands haldinn 12. október 2011 samþykkir að halda óbreyttu markmiði EBÍ að hluti hagnaðar af starfsemi félagsins skuli árlega greiddur til aðildarsveitarfélaganna í formi ágóðahlutar.
Aðalfundurinn felur stjórn félagsins að ákveða á hverju ári upphæð ágóðahlutagreiðslnanna. Til grundvallar ákvörðun stjórnarinnar skal ætíð taka mið af meginmarkmiðum fjárfestingastefnu EBÍ.
Fundurinn samþykkir að ekki verði greiddur út ágóðahlutur til aðildarsveitarfélaganna vegna ársins 2011.

3.Myndlistaskólinn á Akureyri - samningur

Málsnúmer 2011100107Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Myndlistaskólans á Akureyri ehf dags. 26. október 2011 frá Myndlistaskólanum um framlög Akureyrarbæjar til reksturs Myndlistaskólans á Akureyri árin 2011, 2012, 2013 og 2014.

Bæjarráð hafnar fyrirliggjandi samningsdrögum og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

4.Læknafélag Íslands - samkomulag v/HAK

Málsnúmer 2011100101Vakta málsnúmer

Lagt fram samkomulag Akureyrarbæjar við Læknafélag Íslands dags. 26. október 2011 um kjör lækna sem ráðnir hafa verið til starfa hjá Heilsugæslustöðinni á Akureyri frá þeim tíma að Akureyrarbær tók við rekstri hennar skv. þjónustusamningi við heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið dags. 27. desember 1996.
Einnig lagt fram minnisblað dags. 26. október 2011 frá Höllu Margréti Tryggvadóttur starfsmannastjóra um málið.

Bæjarráð samþykkir samkomulagið.

5.Fjárhagsáætlun 2012 - íþróttaráð

Málsnúmer 2011080055Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð íþróttaráðs dags. 7. október 2011:
Unnið að gjaldskrárbreytingum og fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2012.
Íþróttaráð samþykkir fyrirliggjandi drög að gjaldskrá íþróttadeildar fyrir starfsárið 2012.
Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir gjaldskrá fyrir Hlíðarfjall en frestar afgreiðslu á öðrum gjaldskrám íþróttaráðs.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2011 - endurskoðun

Málsnúmer 2010070048Vakta málsnúmer

Unnið að endurskoðun fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar vegna ársins 2011.

Bæjarráð vísar endurskoðun fjárhagsáætlunar 2011 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

7.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.
Kristinn H. Svanbergsson framkvæmdastjóri íþróttadeildar og Gunnar Gíslason fræðslustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Andrea Hjálmsdóttir V-lista vék af fundi kl. 11:40.
Hermann Jón Tómasson S-lista vék af fundi kl. 11:55.

Fundi slitið - kl. 12:10.