Bæjarráð

3289. fundur 22. september 2011 kl. 09:00 - 11:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
 • Oddur Helgi Halldórsson formaður
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson
 • Halla Björk Reynisdóttir
 • Hermann Jón Tómasson
 • Ólafur Jónsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
 • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
 • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
 • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista mætti á fundinn kl. 09:28.

1.Rekstur - staða mála - embættismenn

Málsnúmer 2011050032Vakta málsnúmer

Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri, Katrín Björg Ríkarðsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar og Gunnar Gíslason fræðslustjóri mættu á fundinn og fóru yfir rekstrarstöðu sinna deilda.

Bæjarráð þakkar þeim Pétri Bolla, Katrínu Björgu og Gunnari fyrir yfirferðina.

2.Knattspyrnufélag Akureyrar - gervigrasvöllur

Málsnúmer 2011060093Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju. Bæjarráð frestaði afgreiðslu á fundi sínum þann 8. september sl. beiðni KA um að Akureyrarbær flýti framkvæmdum við væntanlegan gervigrasvöll á félagssvæði KA um eitt ár þannig að vinna við jarðvegsframkvæmdir hefjist í haust og völlurinn lagður gervigrasi vorið 2012.
Fulltrúar KA þau Hrefna G. Torfadóttir formaður og Gunnar Jónsson framkvæmdastjóri mættu á fund bæjarráðs og fóru yfir málið.

Bæjarráð þakkar Hrefnu og Gunnari komuna á fundinn.

Bæjarráð samþykkir að taka upp viðræður um endurskoðun á uppbyggingarsamningi við Knattspyrnufélag Akureyrar frá árinu 2007.

Bæjarráð tilnefnir Geir Kristinn Aðalsteinsson L-lista í viðræðuhópinn og óskar eftir tilnefningu 2ja fulltrúa íþróttaráðs. Með hópnum munu starfa bæjarstjóri og framkvæmdastjóri íþróttadeildar.

3.Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011020014Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 789. fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 9. september 2011.

4.Veiðifélag Fnjóskár - fundur vegna gerðar nýrrar arðskrár

Málsnúmer 2011090076Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 16. september 2011 frá stjórn Veiðifélags Fnjóskár, þar sem boðað er til fundar í félaginu föstudaginn 30. september 2011 kl. 20:00 að Skógum í Fnjóskadal, vegna gerðar nýrrar arðskrár fyrir Fnjóská.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að fara með umboð Akureyrarbæjar á fundinum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:35.