Bæjarráð

3280. fundur 21. júlí 2011 kl. 09:00 - 10:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Petrea Ósk Sigurðardóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dagný Magnea Harðardóttir fundarritari
Dagskrá

1.Sjávardýragarður á Akureyri

Málsnúmer 2011070052Vakta málsnúmer

Hreiðar Þór Valtýsson fiskifræðingur og Jóhann Einar Jónsson arkitekt mættu á fund bæjarráðs og kynntu hugmyndina um að á Akureyri verði reistur sjávardýragarður á heimmælikvarða með áherslu á lifríki Norðurhafa.

Bæjarráð þakkar þeim Hreiðari Þór og Jóhanni fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012 - fjárhagsáætlunarferli

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju, áður á dagskrá bæjarráðs 14. júlí sl. en þá lagði Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri fram tillögu að fjárhagsáætlunarferli 2011 fyrir árið 2012.
Formaður bæjarráðs lagði fram breytingu á fjárhagsáætlunarferlinu sem felur í sér að starfsáætlanir nefnda verði aðeins lagðar fram til kynningar í bæjarstjórn en ekki til samþykktar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir framlagða tillögu að fjárhagsáætlunarferli með þeim breytingum sem lagðar voru fram á fundinum.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista greiða atkvæði á móti tillögunni með þessum breytingum og óska bókað ásamt Sigurði Guðmundssyni A-lista:

Við erum andvígir þessari breytingu þar sem hún skerðir rétt bæjarfulltrúa til að taka afstöðu til starfsáætlana einstakra nefnda.

Fulltrúar L-lista ítreka að nefndir vinna samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun og að starfsáætlanir taka mið af henni og telja að ekki sé verið að ganga á rétt bæjarfulltrúa.

3.Samgönguáætlun 2011-2014 - forgangsverkefni á fjögurra ára áætlun

Málsnúmer 2011050084Vakta málsnúmer

Erindi dags. 13. júlí 2011 frá Pétri Þór Jónassyni, framkvæmdastjóra Eyþings, varðandi forgangsverkefni á fjögurra ára samgönguáætlun. Óskað er eftir að sveitarstjórn sendi inn tillögu fyrir 25. ágúst nk. um 3 - 5 verkefni sem hún telur að setja eigi í forgang á næstu samgönguáætlun.

Bæjarráð frestar afgreiðslu.

4.Námsstyrkjasjóður embættismanna

Málsnúmer 2010120025Vakta málsnúmer

Tekið fyrir að nýju áður á dagskrá bæjarráðs 27. janúar sl. en þá fól bæjarráð bæjarstjóra og kjarasamninganefnd áframhaldandi vinnslu málsins.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir að taka aftur upp greiðslur í námsstyrkjasjóð embættismanna frá og með 1. ágúst nk., gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði um 3,2 milljónir króna. Kostnaði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

Sigurður Guðmundsson A-lista gagnrýnir harðlega afgreiðsluna.

5.Önnur mál

Málsnúmer 2011010003Vakta málsnúmer

Geir Kristinn Aðalsteinsson greindi frá erindi frá gömlum togarasjómönnum um að komið verði upp minnisvarða um togaraútgerð í bænum.
Bæjarráð felur Geir að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið - kl. 10:55.