Bæjarráð

3299. fundur 01. desember 2011 kl. 09:00 - 11:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Oddur Helgi Halldórsson formaður
  • Geir Kristinn Aðalsteinsson
  • Halla Björk Reynisdóttir
  • Hermann Jón Tómasson
  • Ólafur Jónsson
  • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
  • Sigurður Guðmundsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri
  • Jón Bragi Gunnarsson hagsýslustjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Leikskólinn í Grímsey - ósk um lengri opnunartíma

Málsnúmer 2011110081Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð skólanefndar dags. 21. nóvember 2011:
Erindi dags. 8. nóvember 2011 frá fjórum foreldrum nemenda á leikskóladeild Grímseyjarskóla þar sem óskað er eftir lengri opnun leikskólans. Fram kom á fundinum að kostnaður við þessa breytingu er áætlaður um 1.100.000 kr. á ársgrundvelli.
Skólanefnd samþykkir framkomna ósk fyrir sitt leyti og vísar erindinu til bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir 800.000 kr. framlag til leikskóladeildar Grímseyjarskóla, sem er endurreiknað framlag til deildarinnar.

2.Viðtalstímar bæjarfulltrúa - fundargerðir 2011

Málsnúmer 2011010122Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dags. 24. nóvember 2011. Fundargerðin er í 3 liðum.

Bæjarráð vísar 1. lið a), c), d), e) og f) til skipulagsdeildar, 1. lið b) til framkvæmdadeildar, 2. lið til íþróttaráðs, 3. lið a) til framkvæmdadeildar og 3. lið b) til íþróttaráðs.

3.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012 - gjaldskrár

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2012.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu að gjaldskrám 2012 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

4.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 22. nóvember 2011:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.

Hagsýslustjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta sem eru:

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar

A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.

B-hluta stofnanir:
Fráveita Akureyrar
Félagslegar íbúðir
Strætisvagnar Akureyrar
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Hafnasamlag Norðurlands
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Öldrunarheimili Akureyrar
Norðurorka hf

Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Fundi slitið - kl. 11:55.