Bæjarstjórn

3313. fundur 06. desember 2011 kl. 16:35 - 19:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Starfsmenn
 • Geir Kristinn Aðalsteinsson forseti bæjarstjórnar
 • Hlín Bolladóttir
 • Ólafur Jónsson
 • Inda Björk Gunnarsdóttir
 • Oddur Helgi Halldórsson
 • Silja Dögg Baldursdóttir
 • Tryggvi Þór Gunnarsson
 • Andrea Sigrún Hjálmsdóttir
 • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
 • Hermann Jón Tómasson
 • Sigurður Guðmundsson
 • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
 • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar gerði Ólafur Jónsson D-lista grein fyrir afstöðu sinni vegna framkominna athugasemda um hæfi hans til að taka þátt í afgreiðslu skipulagstillögu undir 1. lið dagskrár, Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag.
Bæjarstjórn skar umræðulaust úr um vanhæfi Ólafs Jónssonar. Atkvæðagreiðsla fór á þann veg að 8 töldu að Ólafur væri vanhæfur, Ólafur Jónsson D-lista og Sigurður Guðmundsson A-lista töldu að Ólafur væri hæfur og Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista sat hjá við afgreiðslu.

Með vísan í 1. mgr. 19. gr. sveitarstjórnarlaga vék Ólafur Jónsson af fundi bæjarstjórnar við umræðu og afgreiðslu þessa liðar og kom Njáll Trausti Friðbertsson varamaður hans inn á fundinn undir þessum lið.

1.Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag

Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. nóvember 2011:
Tillaga að deiliskipulagi Dalsbrautar og nágrennis var auglýst frá 28. september til 10. nóvember 2011.
Tillagan var sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt greinargerð, dags. 12. september 2011.
Einnig fylgdi húsakönnun dags. 12. september 2011 og skipulagslýsing dags. 30. maí 2011 ásamt eftirtöldum skýrslum:
a) Hljóðstig við Dalsbraut og Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2003.
b) Dalsbraut / Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2004.
c) Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - Efla - 2010.
d) Ávinningur og kostnaður - Efla - 2010.
e) Hljóðvist, endurskoðun hljóðvarna við Dalsbraut - Efla - 2010.
54 athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut - ath. dags. 30.11.11 - án svara".
Umsögn móttekin 30. nóvember 2011 frá Umhverfisstofnun dags. 24. nóvember 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Einnig barst umsögn frá Skipulagsstofnun þann 1. nóvember 2011 sem telur að rökstyðja þurfi betur hvers vegna svokallaður núllkostur hafi neikvæð áhrif á samgöngur. Svar við því er að finna í athugasemdaskjali merku "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11".
Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11".
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar og Njáll Trausti Friðbertsson varamaður hans mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista og Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

Fylgiskjöl:
Að lokinni afgreiðslu á 1. lið dagskrár yfirgaf Njáll Trausti Friðbertsson fundinn og Ólafur Jónsson tók aftur sæti á fundinum.

2.Klettaborg - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2011090088Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. nóvember 2011:
Í samræmi við bókanir skipulagsnefndar dags. 27. júlí 2011 og 24. ágúst 2011 þar sem ákveðið var að gera breytingar á deiliskipulagi Klettaborgar leggur skipulagsstjóri fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi dags. 30. nóvember 2011 og unna af Gísla Kristinssyni frá Arkitektur.is.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

3.Álagning gjalda - fasteignagjöld 2012

Málsnúmer 2011110100Vakta málsnúmer

16. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 24. nóvember 2011:
Lögð fram tillaga um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2012:
a) i Fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,38% af fasteignamati húsa og lóða.
ii Fasteignaskattur á hesthús verði 0,90% af fasteignamati húsa og lóða.
b) Fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% af fasteignamati og lóðarréttindum.
c) Fasteignaskattur af öðru húsnæði en a) og b) lið verði 1,65% af fasteignamati húsa og lóða.
d) Lóðarleiga verði 0,5% af fasteignamati lóða fyrir íbúðarhúsnæði.
e) Lóðarleiga verði 2,8% af fasteignamati lóða vegna b) og c) liðar.
f) Vatnsgjald íbúðarhúsnæðis verði fast gjald kr. 7.275,05 pr. íbúð og kr. 109,15 pr. fermetra.
g) Vatnsgjald af öðru húsnæði en íbúðum verði fast gjald kr. 14.550,10 pr. eign og kr. 109,15 pr. fermetra.
Árlegt vatnsgjald í sumarbústöðum/frístundahúsum skal að lágmarki vera kr. 20.608,50 á ári.
Árleg vatnsgjöld fyrir sveitabýli, eitt íbúðarhús og útihús á sömu kennitölu skulu vera eitt fastagjald og fullt fermetragjald af íbúðarhúsinu og 1/2 fermetragjald af öðrum húsum.
Aukavatnsgjald
Auk vatnsgjalds, skulu fyrirtæki og aðrir, er nota vatn til annars en heimilisþarfa, greiða aukavatnsgjald. Aukavatnsgjald skal að jafnaði innheimta samkvæmt mæli sem Norðurorka leggur til og er gjald fyrir mæli innifalið í fastagjaldi fyrir matseiningu. Mælar eru settir upp þar sem áætla má að vatnsnotkun sé mikil. Auk þessa er ákvæði í reglugerð um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 401/2005 sem heimilar innheimtu samkvæmt áætlun ef ekki er hægt að koma við mælingu.
Rúmmálsgjald 19,56 kr./m³, fyrstu 100.000 m³.
Rúmmálsgjald 17,95 kr./m³, fyrir 100.000 m³ til 250.000 m³.
Rúmmálsgjald 14,68 kr./m³, umfram 250.000 m³.
Miðað er við ársnotkun.
h) Fráveitugjald verði 0,15% af fasteignamati húsa og lóða.
Vatnsgjald og fráveitugjald (holræsagjald) leggst á nýjar eignir þegar þær teljast fokheldar skv. fasteignamati.
Almennir gjalddagar fasteignagjalda á árinu 2012 eru átta, 3. dagur hvers mánaðar frá febrúar til september. Gjalddagi fasteignagjalda, að lægri fjárhæð en 10.000 kr., er 3. febrúar 2012. Gjalddagar fasteignagjalda, sem lögð eru á nýjar eignir á árinu, eru jafn margir og almennu gjalddagarnir sem eftir eru ársins þegar álagning fer fram. Frá 1. september er einn gjalddagi vegna nýrra eigna, 3. dagur hvers mánaðar eftir álagningu.

Bæjarráð samþykkir tillögu um álagningu fasteignagjalda fyrir árið 2012 og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 samhljóða atkvæðum.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

4.Álagning gjalda - útsvar 2012

Málsnúmer 2011110099Vakta málsnúmer

15. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 24. nóvember 2011:
Lögð fram tillaga um að útsvarsprósentan í staðgreiðslu opinberra gjalda á árinu 2012 í Akureyrarkaupstað verði óbreytt eða 14,48%.
Bæjarráð samþykkir að útsvarsprósenta verði óbreytt eða 14,48% og vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs með 11 samhljóða atkvæðum.

5.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012 - gjaldskrár

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

3. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. desember 2011:
Lögð fram tillaga að gjaldskrám Akureyrarbæjar 2012.
Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu að gjaldskrám 2012 og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta bæjarráðs með 6 atkvæðum gegn 5 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista , Ólafs Jónssonar D-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

6.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2012

Málsnúmer 2011070038Vakta málsnúmer

4. liður í fundargerð bæjarráðs dags. 1. desember 2011:
5. liður í fundargerð bæjarstjórnar dags. 22. nóvember 2011:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012 til frekari yfirferðar í bæjarráði og síðari umræðu í bæjarstjórn.
Hagsýslustjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem farið hefur fram á milli umræðna svo og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á frumvarpinu.
Áætlunin tekur til eftirfarandi þátta sem eru:
Samstæðureikningur Akureyrarbæjar A og B-hluti
Rekstraryfirlit samstæðureiknings
Framkvæmdayfirlit Akureyrarbæjar
A-hluta stofnanir:
Aðalsjóður
Fasteignir Akureyrarbæjar
Framkvæmdamiðstöð
Eignasjóður gatna o.fl.
B-hluta stofnanir:
Fráveita Akureyrar
Félagslegar íbúðir
Strætisvagnar Akureyrar
Bifreiðastæðasjóður Akureyrar
Hafnasamlag Norðurlands
Framkvæmdasjóður Akureyrar
Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur
Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar
Heilsugæslustöðin á Akureyri
Öldrunarheimili Akureyrar
Norðurorka hf
Bæjarráð vísar frumvarpinu til bæjarstjórnar til síðari umræðu og afgreiðslu og lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

a) Styrkur til Fimleikafélags Akureyrar hækki úr kr. 511.000 í kr. 2.500.000

b) Styrkur til Sundfélagsins Óðins hækki úr kr. 511.000 í kr. 2.000.000

c) Styrkur til Siglingaklúbbsins Nökkva hækki úr kr. 511.000 í kr. 1.500.000

d) Styrkur til Tónræktarinnar fari úr kr. 750.000 í kr. 1.500.000.

Breytingartillaga Sigurðar Guðmundssonar var borin upp og afgreidd á eftirfarandi hátt:

a) liður var felldur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

b) var felldur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

c) var felldur með 6 atkvæðum gegn 1 atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

d) var felldur með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

Bæjarstjórn samþykkir að liðurinn Fráveita Akureyrarbæjar (liður 141) í framkvæmdayfirliti fjárhagsáætlunar verði hækkaður í kr. 300 milljónir til að mæta kostnaði við gerð frárásarpípu frá Krossanesi að Sandgerðisbót sem tengist 500 m útrásarpípu. Til að mæta þessu verði hætt við fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut og 75 milljónir dregnar af stofnbúnaði fyrir aðalsjóð.

Breytingartillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

Hermann Jón Tómasson S-lista lagði fram eftirfarandi tillögu um breytingu á fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2012:

Bæjarstjórn samþykkir að liðurinn Fráveita Akureyrar (liður 141) í framkvæmdayfirliti fjárhagsáætlunar verði hækkaður í kr. 300.000 milljónir til að mæta kostnaði vegna uppbyggingar fyrsta áfanga hreinsivirkis og útrásarpípu.

Breytingartillaga Hermanns Jóns Tómassonar var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn atkvæði Hermanns Jóns Tómassonar S-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Eftirfarandi tillögur að bókunum vegna fjárhagsáætlunar 2012 lagðar fram:

a) Starfsáætlanir

Bæjarstjórn felur nefndum og ráðum að yfirfara starfsáætlanir í samráði við stjórnendur og gera á þeim þær breytingar sem nauðsynlegar eru með tilliti til fjárhagsáætlunar Akureyrarkaupstaðar. Bæjarstjórn mun svo taka starfsáætlanirnar til umræðu.

b) Kaup á vörum og þjónustu

Nýta skal kosti almennra útboða við framkvæmdir og vöru- og þjónustukaup þar sem því verður við komið skv. Innkaupastefnu Akureyrarkaupstaðar. Sérstök áhersla verður lögð á að ná ítrustu hagkvæmni í innkaupum og meta skal endurnýjunarþörf búnaðar sérstaklega. Gerðir skulu þjónustusamningar við félög, fyrirtæki og stofnanir á þeim sviðum sem hagkvæmni slíkra samninga getur notið sín.

c) Áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar

Bæjarstjórn ítrekar tilmæli til stjórnenda bæjarins um að gæta ítrasta aðhalds í öllum rekstri bæjarins á árinu 2012. Mikilvægt er að allri yfirvinnu sé haldið í lágmarki og þeim eindregnu tilmælum er beint til stjórnenda að meta vandlega yfirvinnuþörf og leita leiða til að draga úr henni. Jafnframt skulu stjórnendur meta sérstaklega þörf á nýráðningum og möguleika á hagræðingu með breyttu verkferli þegar störf losna.

Bæjarstjórn afgreiddi tillögurnar á eftirfarandi hátt:

a) liður var samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

b) liður var samþykktur með 9 samhljóða atkvæðum.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Hermann Jón Tómasson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

c) liður var samþykktur með 11 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðsla frumvarpsins var á þessa leið:

Aðalsjóður (niðurstaða á bls. 11-15)

Aðalsjóður með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð 7.293 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 12.988.366 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

A-hluta stofnanir: (byrja á bls. 17)

I. Fasteignir Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða -335.619 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 15.039.096 þús. kr.

II. Framkvæmdamiðstöð, rekstrarniðurstaða -372 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 107.448 þús. kr.

III. Eignasjóður gatna, rekstrarniðurstaða 15.728 þús. kr., efnahagsreikningur með niðurstöðu að fjárhæð 6.492.224 þús. kr.

Allir þessir liðir A-hluta stofnana voru bornir upp í einu lagi og samþykktir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur (bls. 3)

Samstæðureikningur A-hluta með rekstrarniðurstöðu að fjárhæð -312.970 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi 25.172.400 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

B-hluta stofnanir: (byrja á bls. 29)

Nöfn stofnana og rekstrarniðurstöður eru:

I. Fráveita Akureyrarbæjar, rekstrarniðurstaða 75.285 þús. kr.

II. Félagslegar íbúðir, rekstrarniðurstaða -53.900 þús. kr.

III. Strætisvagnar Akureyrar, rekstrarniðurstaða 7.502 þús. kr.

IV. Bifreiðastæðasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -8.414 þús. kr.

V. Hafnasamlag Norðurlands, rekstrarniðurstaða 33.691 þús. kr.

VI. Framkvæmdasjóður Akureyrar, rekstrarniðurstaða -30.428 þús. kr.

VII. Gjafasjóður Hlíðar og Skjaldarvíkur, rekstrarniðurstaða -28.201 þús. kr.

VIII. Byggingarsjóður Náttúrufræðistofnunar, rekstrarniðurstaða 590 þús. kr.

IX. Heilsugæslustöðin á Akureyri, rekstrarniðurstaða -349 þús. kr.

X. Öldrunarheimili Akureyrar, rekstrarniðurstaða 0 þús. kr.

XI. Norðurorka hf, rekstrarniðurstaða 476.122 þús. kr.

Áætlanir allra þessara B-hluta stofnana voru bornar upp í einu lagi og samþykktar með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar: (bls. 3)

Samstæðureikningur Akureyrarbæjar með rekstarniðurstöðu að fjárhæð 62.928 þús. kr. og niðurstöðu á efnahagsreikningi að fjárhæð 37.107.848 þús. kr. var borinn upp til afgreiðslu og samþykktur með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Bókun:

Bæjarstjórn lítur svo á að með afgreiðslu frumvarpsins hafi verið afgreidd erindi og tillögur um fjárveitingar sem borist hafa bæjarráði og vísað hefur verið til gerðar fjárhagsáætlunar.

Bókunin var borin undir atkvæði og samþykkt með 6 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista, Hermann Jón Tómasson S-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Forseti lýsti yfir að 6. liður dagskrárinnar ásamt 4. lið í fundargerð bæjarráðs frá 1. desember 2011 séu þar með afgreiddir.

7.Skýrsla bæjarstjóra

Málsnúmer 2010090095Vakta málsnúmer

Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri fór yfir helstu atriði í störfum sínum frá síðasta bæjarstjórnarfundi.
Eftirtaldar fundargerðir eru lagðar fram til kynningar:

Bæjarráð 24. nóvember og 1. desember 2011
Skipulagsnefnd 23. og 30. nóvember 2011
Afgreiðslufundur skipulagsstjóra 23. og 30. nóvember 2011
Framkvæmdaráð 25. nóvember 2011
Stjórn Akureyrarstofu 9. nóvember 2011
Skólanefnd 21. nóvember 2011
Íþróttaráð 24. nóvember 2011
Félagsmálaráð 23. nóvember 2011
Fræðslunefnd 22. nóvember 2011

Hægt er að nálgast fundargerðirnar á heimasíðu Akureyrarbæjar / www.akureyri.is / Stjórnkerfið / Fundargerðir

Fundi slitið - kl. 19:35.