Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ert þú með gámakortið í símanum þínum?

Ert þú með gámakortið í símanum þínum?

Rúmlega 1.500 manns hafa nú nálgast rafrænt klippikort fyrir gámasvæðið í gegnum íbúaapp Akureyrarbæjar en tími vorverkanna í görðum bæjarbúa er hafinn og því líklegt að margir geri sér ferð á gámasvæðið með garðaúrgang, auk þess að losa sig þar við annað sem til fellur og skylt er að flokka.
Lesa fréttina Ert þú með gámakortið í símanum þínum?
Aðalbjörg Bragadóttir, formaður Betadeildar á Akureyri, og Helga Hauksdóttir sem hlaut viðurkenningu…

Helga heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu menntunar- og fræðslumála

Föstudaginn 26. maí var Helga Hauksdóttir, fyrrverandi skólastjóri í Oddeyrarskóla og kennsluráðgjafi, heiðruð af alþjóðasamtökum kvenna í fræðslustörfum þegar Betadeild samtakanna hélt upp á 45 ára afmæli sitt.
Lesa fréttina Helga heiðruð fyrir vel unnin störf í þágu menntunar- og fræðslumála
Útboð á ræstingu fyrir 8 af leikskólum Akureyrarbæjar

Útboð á ræstingu fyrir 8 af leikskólum Akureyrarbæjar

Akureyrarbær auglýsir eftir tilboðum í ræstingar fyrir 8 leikskóla. Áætlaður samningstími er 4 ár.
Lesa fréttina Útboð á ræstingu fyrir 8 af leikskólum Akureyrarbæjar
Vormarkaður Skógarlundar er á föstudaginn

Vormarkaður Skógarlundar er á föstudaginn

Vormarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 2. júní frá kl. 9-18. Gestum og gangandi er boðið að kíkja í heimsókn og skoða fallegt handverk sem fólkið í Skógarlundi, miðstöð hæfingar og virkni, hefur unnið að í vetur og vor.
Lesa fréttina Vormarkaður Skógarlundar er á föstudaginn
Ein af glærunum úr kynningu á nýjum leiksvæðum í Nausta- og Hagahverfi.

Ný leiksvæði í Nausta- og Hagahverfi

Miklar verklegar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á vegum sveitarfélagsins á árinu 2023. Umhverfis- og mannvirkjasvið tekur saman yfirlit um það helsta og birtir hér á heimasíðunni.
Lesa fréttina Ný leiksvæði í Nausta- og Hagahverfi
Tónlistarhátíðin Mysingur er einn af viðburðum Listasumars í ár. Mynd: Andrés Rein Baldursson, 2022.

Það glittir í gleðilegt Listasumar

Listasumar hefst miðvikdaginn 7. júní og stendur til sunnudagsins 23. júlí. Hátíðin hefur verið haldin með nokkrum hléum frá árinu 1992, stækkað jafnt og þétt, og um leið skipað sér veglegan sess í viðburðaflóru landsins.
Lesa fréttina Það glittir í gleðilegt Listasumar
Krakkarnir í Glerárskóla hafa verið duglegir að lesa enda fá þeir góða hvatningu. Myndir: Þorsteinn …

Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla

Nemendur á yngsta- og miðstigi Glerárskóla hafa varla litið upp úr bókunum síðustu daga. Efnt var til sérstaks lestrarátaks meðal krakkanna sem sannarlega sló í gegn. Átakið varði í 13 kennsludaga og heimalestur var talinn með. Alls lásu nemendurnir í samtals 1.506 klukkustundir og meðallestur nemanda var 6,73 klukkustundir.
Lesa fréttina Árangursríkt lestrarátak í Glerárskóla
Nokkur dæmi um fallegt handverk eftir notendur félagsmiðstöðva fólksins

Vorsýning félagsmiðstöðva fólksins 25. og 26. maí

Félagsmiðstöðvar fólksins bjóða til tveggja daga sýningar í Sölku, Víðilundi 22.
Lesa fréttina Vorsýning félagsmiðstöðva fólksins 25. og 26. maí
Tillaga að breyttu deiliskipulagi

Háskólasvæði - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi Háskólans á Akureyri.
Lesa fréttina Háskólasvæði - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Undirhlíð - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður og deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts

Bæjarstjórn Akureyrarbæjar auglýsir skv. 1.mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögur að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður og Stórholts – Lyngholts.
Lesa fréttina Undirhlíð - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Holtahverfis norður og deiliskipulagi Stórholts - Lyngholts
Eiríkur S. Jóhannsson formaður KA og Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri á Akureyri að lokinni undirr…

Skrifað undir samning um uppbyggingu á félagssvæði KA

Í dag var undirritaður samningur Akureyrarbæjar og Knattspyrnufélags Akureyrar (KA) um uppbyggingu íþróttamannvirkja á félagssvæði KA. Samningurinn er framhald af viljayfirlýsingu milli aðila sem var undirrituð í desember 2021.
Lesa fréttina Skrifað undir samning um uppbyggingu á félagssvæði KA