Fréttasafn

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Ertu með góða hugmynd?

Ertu með góða hugmynd?

Nú hafa um 20% bæjarbúa 18 ára og eldri hlaðið niður Akureyrarappinu og auðkennt sig þar. Appið gefur fólki m.a. kost á að hlaða niður og nota gámakortin í símunum sínum, senda inn ábendingar um ýmislegt sem betur má fara, fylgjast með loftgæðum í bænum í rauntíma, og forvitnast um það helsta sem um er að vera í bænum í gegnum viðburðadagatal Akureyrarbæjar.
Lesa fréttina Ertu með góða hugmynd?
Fræðsla og fundur með Samtökunum 78

Fræðsla og fundur með Samtökunum 78

Samtaka, félag foreldrafélaga grunnskóla á Akureyri, býður til fræðslu og fundar með fulltrúa Samtakanna 78 til að fræðast um það efni sem þau munu kenna grunnskólabörnum í vetur. Mikilvægt er að foreldrar séu vel undirbúnir og upplýstir þegar börnin koma heim með spurningar eða fróðleik sem æskilegt er að ræða.
Lesa fréttina Fræðsla og fundur með Samtökunum 78
Glæsileg uppskera hjá nemendum Oddeyrarskóla.

Uppskera í Oddeyrarskóla

Í síðustu viku tóku krakkarnir í Oddeyrarskóla upp grænmeti úr litla matjurtagarðinum sínum. Garðurinn er eins konar innigarður, umlukinn veggjum skólans og aðeins hægt að komast þangað innan frá.
Lesa fréttina Uppskera í Oddeyrarskóla