Vormarkaður Skógarlundar er á föstudaginn

Vormarkaður Skógarlundar verður haldinn föstudaginn 2. júní frá kl. 9-18. Gestum og gangandi er boðið að kíkja í heimsókn og skoða fallegt handverk sem fólkið í Skógarlundi, miðstöð hæfingar og virkni, hefur unnið að í vetur og vor.

Á markaðinum verða ýmsar vörur til sölu sem unnar eru úr leir, gleri og tré. Einnig eru ýmis vegglistaverk til sölu.

Boðið verður upp á kaffi og konfekt og eru allir ævinlega velkomnir.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan