Útboð á ræstingu fyrir 8 af leikskólum Akureyrarbæjar

Akureyrarbær auglýsir eftir tilboðum í ræstingar fyrir 8 leikskóla. Áætlaður samningstími er 4 ár.

Útboðsgögn verða afhent rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar frá og með fimmtudeginum 1. júní 2023.

Vinsamlegast athugið að nauðsynlegt er að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum þess sem kemur til með að undirrita tilboðið rafrænt fyrir hönd fyrirtækisins, ekki er hægt að notast við Íslykil.

 

Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvef Akureyrarbæjar eigi síðar en kl. 12:50 mánudaginn 10. júlí 2023. Tilboð verða opnuð sama dag kl 13:00.

Nánari upplýsingar um framkvæmd útboðsins eða útboðsgögn veitir Hrafnhildur Sigurðardóttir (hrafnhildursig@akureyri.is) á fjársýslusviði Akureyrarbæjar.

 

Vinsamlegast athugið að til geta skoðað útboðsgögn sem þið hafið óskað eftir og einnig til að ljúka við að senda inn tilboð þarf að fara inn á eldri útgáfu af Þjónustugátt Akureyrarbæjar. Slóðin á hana er: https://thjonustugatt.akureyri.is/