Leikfangasafnið á Akureyri áfram í Friðbjarnarhúsi og Hymnodia í Laxdalshúsi

Guðbjörg Ringsted eigandi Leikfangasýningarinnar á Akureyri  og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akure…
Guðbjörg Ringsted eigandi Leikfangasýningarinnar á Akureyri og Þórgnýr Dýrfjörð deildarstjóri Akureyrarstofu við undirritun samningsins.

Búið er að skrifa undir samning milli Akureyrarbæjar og Guðbjargar Ringsted eiganda Leikfangasafnsins í Friðbjarnarhúsi og er þar með búið að tryggja að safnið verður í húsinu næstu fjögur árin. Guðbjörg Ringsted hefur til margra ára safnað leikföngum og hefur verið með muni sína í Friðbjarnarhúsi frá árinu 2010 en húsið var gjöf til Akureyrarbæjar frá Góðtemplarareglu Íslands.  Bæði Friðbjarnarhús og Laxdalshús voru auglýst til leigu fyrr á þessu ári eftir að stjórn Akureyrar hafði samþykkt viðmiðunarreglur vegna afnota af Laxdalshúsi, Friðbjarnarhúsi og Gudmands Minde. Einnig var í sumar skrifað undir samning við kammerkórinn Hymnodiu um afnot af Laxdalshúsi til fjögurra ára og verður húsið notað fyrir æfingar og skipulagningu á starfsemi kórsins s.s. aðstöðu til tónsmíða, skapandi umræðu og til smærri tónleikahalds.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan