Vetrardvöl í Akureyrarhöfn

Eiríkur Björn og Dario Schwoerer.
Eiríkur Björn og Dario Schwoerer.

Í síðustu viku fékk Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri heimsókn á skrifstofu sína frá Dario Schwoerer sem býr nú með fjölskyldu sinni í skútu í Akureyrarhöfn. Dario stýrir ásamt eiginkonu sinni Sabinu loftlagsleiðangrinum Top to Top en þau hafa heimsótt fleiri en 100 lönd, ferðast til afskekktustu staða heims og frætt fleiri en 100.000 skólabörn um loftlagsbreytingar og umhverfisvernd.

Hjónin hafa verið á ferðalagi í 16 ár og eignast sex börn á ferðalaginu, það síðasta leit heimsins ljós á Sjúkrahúsinu á Akureyri 24. ágúst síðastliðinn. Fjölskyldan ætlar að hafa vetursetu á Akureyri og á fundi sínum með Eiríki ræddi Dario meðal annars fyrirhugaðar kynningar Top to Top leiðangursins í skólum bæjarins.

Heimasíða leiðangursins.

Facebooksíða Top to Top.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan