Hlíðarfjall og fleira gott um hátíðarnar

Mynd: Svavar Alfreð Jónsson.
Mynd: Svavar Alfreð Jónsson.

Úrval þjónustu- og afþreyingarkosta yfir hátíðarnar eykst ár frá ári um leið og afgreiðslutímar lengjast. Nú orðið er til að mynda opið í Hlíðarfjalli á jóladag og gamlársdag þótt lokað sé á aðfangadag enda gert ráð fyrir að þá kjósi fólk helst að vera heima með sínum nánustu.

Hér má sjá opnun Hlíðarfjalls yfir hátíðarnar en athugið að veður getur sett strik í reikninginn og verður til að mynda lokað á morgun, Þorláksmessu:

24/12 lokað
25/12 opið 12-16
26/12 opið 12-16
27/12 opið 10-18
28/12 opið 10-18
29/12 opið 10-18
30/12 opið 10-16
31/12 opið 10-15

Upplýsingar um afgreiðslu- og opnunartíma almennt á Akureyri er að finna á visitakureyri.is.

Hlekkur á gagnlegt skjal Akureyrarstofu um það sem er að gerast á Akureyri um jól og áramót.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan