Næsti fundur bæjarstjórnar

Fundur í bæjarstjórn Akureyrar verður á þriðjudaginn 19. desember kl. 16 á 4. hæð í Ráðhúsinu. Fjallað verður m.a. um stækkun á íbúðasvæði við Klettaborg, deiliskipulag Hesjuvalla, breytingar á deiliskipulags hafnarsvæðis sunnan Glerár, lýsingu og umferðarmál við Giljaskóla og breytingar á deiliskipulagi í orlofsbyggðinni norðan Kjarnalundar.

Bæjarstjórnarfundir eru að jafnaði fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar. Í júlí og ágúst er sumarleyfi bæjarstjórnar og hefur bæjarráð þá heimild til fullnaðarafgreiðslu mála. Fundirnir eru haldnir í bæjarstjórnarsalnum í Geislagötu 9, 4. hæð og hefjast kl. 16. Sjónvarpað er frá fundunum daginn eftir, miðvikudag, kl. 14.00 á sjónvarpsstöðinni N4. Bein útsending er frá fundunum á heimasíðu Akureyrarbæjar og upptökur frá þeim er einnig hægt að nálgast þar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan