Heimilisfriður - heimsfriður

16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi felst í að draga ofbeldið fram í dagsljósið sem mannréttindabrot. Upphafsdagur átaksins 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gegn konum. Lokadagur átaksins 10. desember er alþjóðlegi mannréttindadagurinn. Dagsetningarnar tengja saman á táknrænan hátt kynbundið ofbeldi og mannréttindi.

Laugardagur 25. nóvember
Kl. 17: Ljósaganga frá Akureyrarkirkju niður á Ráðhústorg.
Sýnum samstöðu og göngum fyrir friði.
Zontalúbburinn Þórunn hyrna og Zontaklúbbur Akureyrar.

Miðvikudagur 29. nóvember
Kl. 12–13: Kynbundin og kynferðisleg áreitni á vinnumarkaði – kynbundinn launamunur.
Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Hádegisfyrirlestur og umræður í anddyri Borga við Norðurslóð.

Mánudagur 4. desember
Kl. 10–12: Byggjum brýr – brjótum múra.
Samvinna í heimilisofbeldismálum á Norðurlandi eystra.
Málþing í anddyri Borga við Norðurslóð.

Fimmtudaginn 7. desember
Kl. 12-13: Kynferðisofbeldi í formi myndbirtinga.
Hildur Friðriksdóttir starfsmaður við VMA
Hádegisfyrirlestur og umræður í sal Verkmenntaskólans á Akureyri.
Kl. 18–21: Opið hús hjá Aflinu, samtökum gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.
Kynning á starfsemi Aflsins, erindi og tónlistaratriði.
Gamli spítalinn Aðalstræti 14.

Laugardagur 9. desember
Kl. 11-12: Hinsegin Norðurland - Heimilisofbeldi og hinsegin fólk.
Heimilisfriðurinn verður ekki heimsfriður nema að við tölum um öll heimili.
Amtsbókasafnið á Akureyri.
Kl. 13–17: Bréf til bjargar lífi - Bréfamaraþon Amnesty.
Amtsbókasafnið á Akureyri og Penninn Eymundsson.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan