Skipulagsráð

363. fundur 11. ágúst 2021 kl. 08:15 - 10:58 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Þórhallur Jónsson formaður
  • Sindri Kristjánsson
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
Dagskrá

1.Kollugerðishagi - rammaskipulag

Málsnúmer 2018010050Vakta málsnúmer

Ómar Ívarsson hjá Landslagi ehf. kynnti drög að deiliskipulagstillögu fyrir íbúðarsvæði vestan Borgarbrautar.

Anna Margrét Sigurðardóttir hjá Landslagi ehf. sat einnig fundinn undir þessum lið.
Skipulagsráð þakkar Ómari fyrir kynninguna. Er samþykkt að tillagan verði send til umsagnar annarra sviða Akureyrarbæjar auk Norðurorku ásamt því að vera kynnt fyrir bæjarbúum, verktökum og öðrum uppbyggingaraðilum.

2.Skarðshlíð 20 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2021050995Vakta málsnúmer

Lögð fram endurskoðuð tillaga að úthlutunar- og útboðsskilmálum fyrir lóðina Skarðshlíð 20.
Skipulagsráð samþykkir endurskoðaða skilmála.

3.Hlíðahverfi suðurhluti - Höfðahlíð 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030150Vakta málsnúmer

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum á auglýstri tillögu:

- Byggingarreitur færist fjær lóðarmörkum við Höfðahlíð.

- Hámarksfjöldi íbúða verða 4 í stað 5.

- Bætt er við ákvæði um heimild til að svalir nái út fyrir byggingarreit.

- Eingöngu verður heimilt að vera með úrtak á lóð fyrir 4 bílastæði í stað 8.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við efni athugasemda.

4.Byggðavegur 152 - leyfi til byggingar bílgeymslu

Málsnúmer 2020060517Vakta málsnúmer

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Magnúsar Vals Benediktssonar dagsett 12. júní 2020 þar sem óskað er eftir leyfi til byggingar á bílgeymslu norðan við íbúðarhús að Byggðavegi 152 í samræmi við meðfylgjandi teikningu. Var tillagan grenndarkynnt með bréfi dagsettu 19. apríl 2021 með athugasemdafresti til 18. maí. Engar athugasemdir bárust og fyrir liggur samþykki lóðarhafa Byggðavegar 154.
Skipulagsráð samþykkir að heimila byggingarfulltrúa að samþykkja byggingu á bílskúr til samræmis við erindið, þegar umsókn um byggingarleyfi liggur fyrir.

5.Undirheimar Akureyrar - Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2021070188Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. júlí 2021 þar sem Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri óskar eftir leyfi til að setja upp nýtt verk á vegg fyrir ofan svalir Listasafnsins á Akureyrarvöku þann 28. ágúst 2021. Er um að ræða ljósaskilti að stærð 40 x 800 cm og mun verkið bera titilinn "Undirheimar Akureyrar". Tímabil sem fyrirhugað er að sýna verkið er tæpt ár, eða til 14. ágúst 2022. Meðfylgjandi eru teikningar af verkinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

6.Umsókn um langtímaleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 2021070314Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 6. júlí 2021 þar sem Tomas Popelka sækir um langtímaleyfi fyrir matarvagn. Selur hann sætar veitingar á borð við kleinuhringi, vöfflur og crepes og er áætlað að opnunartíminn verði frá kl. 8-18 á daginn. Staðsetning sem óskað er eftir er á Torfunefsbryggju við hliðina á Hvalaskoðun Akureyrar. Meðfylgjandi er mynd af matarvagninum ásamt þeirri staðsetningu sem óskað er eftir.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir langtímasvæði fyrir söluvagna á þessum stað í gildandi samþykkt um götu- og torgsölu. Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að endurskoða samþykkt um götu- og torgsölu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

7.Grímseyjargata 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna framkvæmda

Málsnúmer 2021070434Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júlí 2021 þar sem Birgir Ágústsson, sendir inn fyrirspurn fyrir hönd Búvíss ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Óskað er eftir leyfi til að setja skoðunarstöð fyrir stærri bíla í nýbyggingu við hús nr. 2 við Grímseyjargötu. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Meðfylgjandi er teikning eftir Birgi Ágústsson.
Að mati skipulagsráðs samræmist það aðal- og deiliskipulagi svæðisins að vera með skoðunarstöð fyrir stærri bíla í byggingunni. Er ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi gögn og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

8.Mánahlíð 12 - bílskúr

Málsnúmer 2021070628Vakta málsnúmer

Erindi Hreiðars Þórs Valtýssonar dagsett 12. júlí 2021 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir bílskúr á lóðinni Mánahlíð 12. Er bílskúrinn teiknaður inn á samþykktan aðaluppdrátt frá 1977. Er gert ráð fyrir sama grunnfleti en að þak verði hallandi og um 1 m hærra á teikningu frá 1977.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að mati ráðsins og er samþykkt að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Mánahlíðar 10 þegar fullnægjandi breytingaruppdráttur liggur fyrir. Ef engar athugasemdir berast er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar.

9.Hlíðargata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021070681Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. júlí 2021 frá Sigmari Ólafssyni vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð nr. 11 við Hlíðargötu. Er um að ræða fyrirspurn vegna stækkunar á byggingarreit og viðbyggingu og felur stækkunin í sér að farið er út fyrir þann byggingarreit sem og það byggingarmagn sem fram kemur í deiliskipulagi fyrir lóðina. Jafnframt er lögð fram fyrirspurn um möguleikann á að útbúa bílastæði á lóðamörkum við Hlíðargötu 9 ásamt breytingu á tröppum af bílastæði upp á verönd til að stækka aðgengi að bílastæði. Eru þessar breytingar í samræmi við áður samþykkta teikningu frá 1989. Meðfylgjandi er teikning eftir Brynhildi Sólveigardóttur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við minniháttar stækkun á húsi og að gert verði ráð fyrir bílastæði upp við lóðamörk Hlíðargötu 9. Bent er á að allar framkvæmdir á lóðarmörkum þurfa samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er þörf á breytingu, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

10.Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara

Málsnúmer 2021071013Vakta málsnúmer

Erindi Tengis hf. dagsett 19. júlí 2021 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lagningu ljósleiðara í sjó til Hríseyjar. Um er að ræða um 4 km lögn frá Árskógssandi og að Hrísey, að tengistað við Norðurveg 6-8.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við legu strengsins í sjó utan lögsögumarka Akureyrarbæjar og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir legu strengsins á landi í Hrísey. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

11.Bakkahlíð 2 - umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Málsnúmer 2021071151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. júlí 2021 þar sem Valbjörn Ægir Vilhjálmsson fyrir hönd Eggerts Sæmundssonar sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við vesturhlið efri hæðar hússins nr. 2 við Bakkahlíð. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Valbjörn Ægi Vilhjálmsson. Byggingarfulltrúi óskar umsagnar skipulagsráðs um erindið.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða viðbyggingu og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum aðliggjandi lóða. Ef engar athugasemdir berast er afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa.

12.Brekkugata 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021071428Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 27. júlí 2021 frá Guðna Degi Kristjánssyni varðandi endurskoðun á rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II fyrir Brekkugötu ehf., Brekkugötu 29 á Akureyri. Erindið fékk neikvæða umsögn þegar það var tekið fyrir þann 28. apríl 2021. Eigandi sækir um að niðurstaða skipulagsráðs verði endurskoðuð með tilliti til þeirra röksemdarfærslna sem hann ber fyrir í umsókn sinni, þar með talið að nú þegar séu víða rekin gistiheimili í götunni sem leigja út í herbergjavís, sem krefjast fleiri bílastæða en að leigja út íbúð líkt og fyrirhugað er að gera í Brekkugötu 29. Meðfylgjandi er niðurstaða skipulagsráðs þann 28. apríl 2021.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði aðalskipulagsins um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum.

13.Búðartangi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021071514Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 29. júlí 2021 þar sem Ragnar Friðrik Ólafsson og Svanhildur Steinarsdóttir sækja um lóð nr. 10 við Búðartanga og til vara lóð nr. 6 við Búðartanga. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að byggja steinhús í stað timburhúss sem yrði í gömlum stíl og tæki mið af útliti húss á Austurvegi 24 þar sem lóðirnar eru samsíða. Að auki myndu þau vilja kanna afstöðu bæjarins til þess að ás húss sem fyrirhugað er að byggja yrði í sömu átt og Austurvegur 24 og langhliðin samsíða Austurvegi. Um ítarlegri skýringu væri að ræða ef þessar óskir fengju jákvæða umsögn frá skipulagsráði. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og tekur jákvætt í hugmyndir um breytingu á skilmálum deiliskipulags, þ.e. að húsið verði steinsteypt og snúi austur/vestur frekar en norður/suður. Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.14.Þórunnarstræti 106 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021080025Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. ágúst 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Hrafnseyrar ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi fjölgun íbúða úr tveimur í fjórar í húsi nr. 106 við Þórunnarstræti.
Um er að ræða stórt hús með beina tengingu út á Þórunnarstræti og ætti umbeðin breyting ekki að hafa aukna umferð í hverfinu í för með sér. Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að útbúnar verði fjórar íbúðir í húsinu í stað tveggja þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.


15.Jaðarsíða 1 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021080202Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. ágúst 2021 þar sem Stefán Þór Guðmundsson sækir um lóð nr. 1 við Jaðarsíðu. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

16.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020080994Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála í rekstri sviðsins á fyrri helmingi ársins 2021 auk þess að leggja fram minnisblað um tímabundið átak í yfirferð fasteignaskráningar.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 814. fundar, dagsett 21. maí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 12 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 816. fundar, dagsett 3. júní 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 817. fundar, dagsett 10. júní 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 16 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 818. fundar, dagsett 16. júní 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 819. fundar, dagsett 24. júní 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2021

Málsnúmer 2020120557Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 820. fundar, dagsett 1. júlí 2021, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:58.