Undirheimar Akureyrar - Listasafnið á Akureyri

Málsnúmer 2021070188

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi dagsett 5. júlí 2021 þar sem Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri óskar eftir leyfi til að setja upp nýtt verk á vegg fyrir ofan svalir Listasafnsins á Akureyrarvöku þann 28. ágúst 2021. Er um að ræða ljósaskilti að stærð 40 x 800 cm og mun verkið bera titilinn "Undirheimar Akureyrar". Tímabil sem fyrirhugað er að sýna verkið er tæpt ár, eða til 14. ágúst 2022. Meðfylgjandi eru teikningar af verkinu.
Skipulagsráð samþykkir erindið.