Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi vegna ljósleiðara

Málsnúmer 2021071013

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi Tengis hf. dagsett 19. júlí 2021 þar sem óskað er eftir leyfi fyrir lagningu ljósleiðara í sjó til Hríseyjar. Um er að ræða um 4 km lögn frá Árskógssandi og að Hrísey, að tengistað við Norðurveg 6-8.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við legu strengsins í sjó utan lögsögumarka Akureyrarbæjar og samþykkir framkvæmdaleyfi fyrir legu strengsins á landi í Hrísey. Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

- Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu.

- Nákvæm lega lagna í bæjarlandinu skal ákveðin í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.

- Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða. Leyfishafi skal afla samþykkis lóðarhafa vegna lagna innan íbúðarhúsalóða.

- Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.