Hlíðahverfi suðurhluti - Höfðahlíð 2, deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2018030150

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 287. fundur - 14.03.2018

Sviðsstjóri skipulagssviðs leggur til við skipulagsráð að deiliskipulagi Hlíðahverfis suðurhluta verði breytt fyrir lóð nr. 2 við Höfðahlíð. Í stað tveggja íbúða húss verði skoðað að komið verði fyrir fleiri íbúðum á lóðinni.
Skipulagsráð felur sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða mögulegar útfærslur.

Skipulagsráð - 357. fundur - 28.04.2021

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að fjarlægja núverandi hús og í staðinn byggja tveggja hæða íbúðarhús með tveimur íbúðum. Samkvæmt tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 4-5 íbúða hús á tveimur hæðum og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.45 í 0.60.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3493. fundur - 04.05.2021

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 28. apríl 2021:

Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að fjarlægja núverandi hús og í staðinn byggja tveggja hæða íbúðarhús með tveimur íbúðum. Samkvæmt tillögu að breytingu er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 4-5 íbúða hús á tveimur hæðum og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.45 í 0.60.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillaga að breytingu á deiliskipulagi verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Þórhallur Jónsson kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að breyting á deiliskipulagi sem nær til Höfðahlíðar 2 verði auglýst samkvæmt 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í að í stað tveggja hæða íbúðarhúss með tveimur íbúðum verði heimilt að byggja 4-5 íbúða hús á tveimur hæðum og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.45 í 0.60.

Skipulagsráð - 362. fundur - 07.07.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Í breytingunni felst að í stað tveggja hæða íbúðarhúss með tveimur íbúðum verði heimilt að byggja 4-5 íbúða hús á tveimur hæðum og að nýtingarhlutfall hækki úr 0.45 í 0.60. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafrest til 23. júní. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum á auglýstri tillögu:

- Byggingarreitur færist fjær lóðarmörkum við Höfðahlíð.

- Hámarksfjöldi íbúða verða 4 í stað 5.

- Bætt er við ákvæði um heimild til að svalir nái út fyrir byggingarreit.

- Eingöngu verður heimilt að vera með úrtak á lóð fyrir 4 bílastæði í stað 8.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við efni athugasemda.

Bæjarráð - 3735. fundur - 19.08.2021

Liður 3 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 11. ágúst 2021:

Lögð fram að lokinni auglýsingu skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, tillaga að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Tillagan var auglýst 12. maí 2021 með athugasemdafresti til 23. júní. Barst ein athugasemd auk umsagna frá Norðurorku og Minjastofnun Íslands. Er tillagan lögð fram með eftirfarandi breytingum á auglýstri tillögu:

- Byggingarreitur færist fjær lóðarmörkum við Höfðahlíð.

- Hámarksfjöldi íbúða verða 4 í stað 5.

- Bætt er við ákvæði um heimild til að svalir nái út fyrir byggingarreit.

- Eingöngu verður heimilt að vera með úrtak á lóð fyrir 4 bílastæði í stað 8.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt með þeim breytingum sem tilgreindar eru. Jafnframt er lagt til að bæjarstjórn samþykki tillögu að svörum við efni athugasemda.
Bæjarráð hefur heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í júlí og ágúst 2021 sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 15. júní sl.

Bæjarráð samþykkir með fimm samhljóða atkvæðum tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem nær til lóðarinnar Höfðahlíðar 2. Jafnframt samþykkir bæjarráð tillögu að svörum við efni athugasemda.