Hlíðargata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021070681

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi dagsett 13. júlí 2021 frá Sigmari Ólafssyni vegna fyrirhugaðra framkvæmda á lóð nr. 11 við Hlíðargötu. Er um að ræða fyrirspurn vegna stækkunar á byggingarreit og viðbyggingu og felur stækkunin í sér að farið er út fyrir þann byggingarreit sem og það byggingarmagn sem fram kemur í deiliskipulagi fyrir lóðina. Jafnframt er lögð fram fyrirspurn um möguleikann á að útbúa bílastæði á lóðamörkum við Hlíðargötu 9 ásamt breytingu á tröppum af bílastæði upp á verönd til að stækka aðgengi að bílastæði. Eru þessar breytingar í samræmi við áður samþykkta teikningu frá 1989. Meðfylgjandi er teikning eftir Brynhildi Sólveigardóttur.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við minniháttar stækkun á húsi og að gert verði ráð fyrir bílastæði upp við lóðamörk Hlíðargötu 9. Bent er á að allar framkvæmdir á lóðarmörkum þurfa samþykki eigenda aðliggjandi lóðar. Að mati skipulagsráðs er um svo óverulegt frávik frá deiliskipulagi að ræða að ekki er þörf á breytingu, sbr. ákvæði 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.