Grímseyjargata 2 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna framkvæmda

Málsnúmer 2021070434

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi dagsett 8. júlí 2021 þar sem Birgir Ágústsson, sendir inn fyrirspurn fyrir hönd Búvíss ehf. vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Óskað er eftir leyfi til að setja skoðunarstöð fyrir stærri bíla í nýbyggingu við hús nr. 2 við Grímseyjargötu. Um er að ræða breytingu á áður samþykktum uppdráttum. Meðfylgjandi er teikning eftir Birgi Ágústsson.
Að mati skipulagsráðs samræmist það aðal- og deiliskipulagi svæðisins að vera með skoðunarstöð fyrir stærri bíla í byggingunni. Er ekki gerð athugasemd við fyrirliggjandi gögn og málinu vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.