Þórunnarstræti 106 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021080025

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi dagsett 1. ágúst 2021 þar sem Haraldur Sigmar Árnason fyrir hönd Hrafnseyrar ehf. leggur inn fyrirspurn varðandi fjölgun íbúða úr tveimur í fjórar í húsi nr. 106 við Þórunnarstræti.
Um er að ræða stórt hús með beina tengingu út á Þórunnarstræti og ætti umbeðin breyting ekki að hafa aukna umferð í hverfinu í för með sér. Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem felur í sér að útbúnar verði fjórar íbúðir í húsinu í stað tveggja þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.