Búðartangi 10 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2021071514

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi dagsett 29. júlí 2021 þar sem Ragnar Friðrik Ólafsson og Svanhildur Steinarsdóttir sækja um lóð nr. 10 við Búðartanga og til vara lóð nr. 6 við Búðartanga. Jafnframt er óskað eftir leyfi til að byggja steinhús í stað timburhúss sem yrði í gömlum stíl og tæki mið af útliti húss á Austurvegi 24 þar sem lóðirnar eru samsíða. Að auki myndu þau vilja kanna afstöðu bæjarins til þess að ás húss sem fyrirhugað er að byggja yrði í sömu átt og Austurvegur 24 og langhliðin samsíða Austurvegi. Um ítarlegri skýringu væri að ræða ef þessar óskir fengju jákvæða umsögn frá skipulagsráði. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir úthlutun lóðarinnar og tekur jákvætt í hugmyndir um breytingu á skilmálum deiliskipulags, þ.e. að húsið verði steinsteypt og snúi austur/vestur frekar en norður/suður. Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.