Umsókn um langtímaleyfi fyrir matarvagn

Málsnúmer 2021070314

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi móttekið 6. júlí 2021 þar sem Tomas Popelka sækir um langtímaleyfi fyrir matarvagn. Selur hann sætar veitingar á borð við kleinuhringi, vöfflur og crepes og er áætlað að opnunartíminn verði frá kl. 8-18 á daginn. Staðsetning sem óskað er eftir er á Torfunefsbryggju við hliðina á Hvalaskoðun Akureyrar. Meðfylgjandi er mynd af matarvagninum ásamt þeirri staðsetningu sem óskað er eftir.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem ekki er gert ráð fyrir langtímasvæði fyrir söluvagna á þessum stað í gildandi samþykkt um götu- og torgsölu. Jafnframt felur skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að endurskoða samþykkt um götu- og torgsölu í samráði við umhverfis- og mannvirkjasvið.