Mánahlíð 12 - bílskúr

Málsnúmer 2021070628

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi Hreiðars Þórs Valtýssonar dagsett 12. júlí 2021 þar sem óskað er eftir að gert verði ráð fyrir bílskúr á lóðinni Mánahlíð 12. Er bílskúrinn teiknaður inn á samþykktan aðaluppdrátt frá 1977. Er gert ráð fyrir sama grunnfleti en að þak verði hallandi og um 1 m hærra á teikningu frá 1977.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu á deiliskipulagi til samræmis við erindi. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að mati ráðsins og er samþykkt að hún verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Mánahlíðar 10 þegar fullnægjandi breytingaruppdráttur liggur fyrir. Ef engar athugasemdir berast er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að sjá um gildistöku breytingarinnar.