Brekkugata 29 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2021071428

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 363. fundur - 11.08.2021

Erindi móttekið 27. júlí 2021 frá Guðna Degi Kristjánssyni varðandi endurskoðun á rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II fyrir Brekkugötu ehf., Brekkugötu 29 á Akureyri. Erindið fékk neikvæða umsögn þegar það var tekið fyrir þann 28. apríl 2021. Eigandi sækir um að niðurstaða skipulagsráðs verði endurskoðuð með tilliti til þeirra röksemdarfærslna sem hann ber fyrir í umsókn sinni, þar með talið að nú þegar séu víða rekin gistiheimili í götunni sem leigja út í herbergjavís, sem krefjast fleiri bílastæða en að leigja út íbúð líkt og fyrirhugað er að gera í Brekkugötu 29. Meðfylgjandi er niðurstaða skipulagsráðs þann 28. apríl 2021.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við að gefið verði út leyfi fyrir rekstrarleyfisskyldri gististarfsemi í íbúðinni ef hún er leigð út í heilu lagi. Með því móti eykst ekki álag á bílastæði í götunni. Er heimildin með fyrirvara um samþykki allra eigenda í húsinu, sbr. ákvæði aðalskipulagsins um rekstrarleyfisskylda gististarfsemi í fjölbýlishúsum.