Skipulagsráð

342. fundur 26. ágúst 2020 kl. 08:00 - 10:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Orri Kristjánsson
  • Ólöf Inga Andrésdóttir
  • Arnfríður Kjartansdóttir
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs
  • Margrét Mazmanian Róbertsdóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson byggingarfulltrúi
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði Tryggvi Már Ingvarsson formaður eftir að bæta við tveimur málum á dagskrá, þ.e. lið 15, Kristjánshagi 12 og lið 16, Jóninnuhagi 4, og var það samþykkt.

1.Skarðshlíð 20 - Breyting á deiliskipulagi vegna heilsugæslustöðvar

Málsnúmer 2020080028Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar tillaga að því hvernig koma mætti heilsugæslu fyrir á lóðinni Skarðshlíð 20 ásamt íbúðabyggingum.

2.Eiðsvallagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar og bílgeymslu

Málsnúmer 2020040461Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. ágúst 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson leggur inn fyrirspurn varðandi fyrirhugaðar breytingar á húsi nr. 11 við Eiðsvallagötu. Lögð er inn fyrirspurn varðandi stærri bílskúr en búið er að leggja drög fyrir. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu varðandi bílskúr, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fyrir framkvæmdinni þar sem hún er á lóðarmörkum. Afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa þegar samþykki liggur fyrir.

3.Hamragerði 20 - umsókn um stækkun á lóð

Málsnúmer 2020060323Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 24. júní sl. að grenndarkynna tillögu sem felur í sér stækkun lóðarinnar Hamragerði 20 um 4m til austurs vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar við bílskúr. Var tillagan grenndarkynnt þann 29. júní og lauk henni 29. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir að lóðin verði stækkuð um 4 m til austurs og felur verkefnisstjóra fasteignaskráningar að breyta mæliblaði og lóðarleigusamningi í samræmi við það.

4.Hamragerði 20 - fyrirspurn um byggingaráform

Málsnúmer 2020060324Vakta málsnúmer

Erindi dagsett þann 9. júní 2020 þar sem Ragnheiður Sverrisdóttir spyrst fyrir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við hús á lóð nr. 20 við Hamragerði. Erindið fór í grenndarkynningu þann 29. júní og lauk 29. júlí 2020. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð samþykkir viðbyggingu í samræmi við fyrirliggjandi tillögu. Umsókn um byggingarleyfi er vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

5.Norðurgata 16 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020080221Vakta málsnúmer

Erindi Valþórs Brynjarssonar dagsett 10. ágúst 2020, f.h. eigenda Norðurgötu 16, um hvort heimilt verði að fjölga íbúðum úr fjórum í sex auk breytinga á fjölda og stærð kvista, mænishæð, klæðningu og þakgerð.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að grenndarkynna tillögu að útlitsbreytingum hússins skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs samræmist það ekki skilmálum gildandi deiliskipulags að fjölga íbúðum úr 4 í 6, sbr. ákvæði kafla 3.3.1 um íbúðarsvæði og er því ekki samþykkt að fjölga íbúðum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá.

6.Bjarmastígur 5 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020080253Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 11. ágúst 2020 þar sem Andri Þór Bjarnason leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi og lóð nr. 5 við Bjarmastíg. Fyrirspurnin er í fjórum liðum.

1. Fjölgun bílastæða. 2. Lækka jarðvegshæð og bæta við hurðum á geymslu. 3. Stigi/stigahús á norðurhlið með hurðum inn á hæðir. 4. Skipta eign í tvö fastanúmer. Meðfylgjandi eru skýringarteikningar.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

7.Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12

Málsnúmer 2020080119Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað þar sem sett er fram tillaga að útfærslu á hugmyndasamkeppni um lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýsa lóðirnar í samræmi við útfærslu sem fram kemur í minnisblaðinu.

Jafnframt leggur skipulagsráð til að gatnagerðargjald af lóðunum verði 10% af grunni gatnagerðargjalds.

8.Umferðaröryggi við Kjarnagötu - erindi frá íbúa

Málsnúmer 2020080374Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. ágúst 2020 þar sem Guðmundur Otti Einarsson sendir inn ábendingar vegna umferðarhraða í Kjarnagötu.
Skipulagsráð tekur undir að þörf er á úrbótum og óskar eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um fyrirliggjandi erindi.

9.Skólastígur 4 - staðföng á lóð

Málsnúmer 2020080564Vakta málsnúmer

Lagðar fram tvær tillögur að breytingum á staðföngum á lóðinni Skólastígur 4. Í annarri felst að sett eru númer á byggingar innan lóðarinnar og áfram notast við núverandi götuheiti (Skólastígur 4-10 og Kaupvangsstræti 31), í hinni er gert ráð fyrir að útbúið verði nýtt götuheiti fyrir sundhöll, líkamsræktarstöð og íþróttahöllina (t.d. Sundlaugarstígur).
Skipulagsráð samþykkir að nota götuheitið Skólastígur og að hús innan lóðarinnar fái ný númer í samræmi við fyrirliggjandi tillögu.

10.Umferðarumbætur við Álfabyggð

Málsnúmer 2019100219Vakta málsnúmer

Lagðar fram niðurstöður umferðarmælingar við Álfabyggð í kjölfar ábendinga frá íbúum á svæðinu um mikinn umferðarþunga og hraðakstur.
Skipulagsráð samþykkir að óska eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um hvort sérstakra aðgerða sé þörf á svæðinu.

Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við framkvæmdastjóra öldrunarheimila Akureyrar um notkun bílastæða o.fl.

11.Hafnarstræti 82 - bótakrafa vegna framkvæmda

Málsnúmer 2020050157Vakta málsnúmer

Lagt fram að nýju erindi eiganda Hafnarstrætis 82 dagsett 6. maí 2020 þar sem farið er fram á skaðabætur vegna framkvæmda á aðliggjandi lóðum undanfarin ár. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs 27. maí 2020. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns dagsett 21. ágúst 2020.
Skipulagsráð vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

12.Hörgárbraut - umferðaröryggismál

Málsnúmer 2020020376Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs gerði grein fyrir stöðu mála varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir til að bæta umferðaröryggi á gangbraut við Hörgárbraut á móts við Stórholt.

Fram kom að áætlað er að framkvæmdir hefjist á næstu vikum.

13.Starfsáætlun skipulagssviðs 2021

Málsnúmer 2020060191Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar uppfærð tillaga að starfsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2021.

14.Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019070177Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir stöðu mála í rekstri sviðsins fyrstu 6 mánuði ársins 2020.

15.Kristjánshagi 12 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2019110176Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. ágúst 2020 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir framkvæmdafresti á lóðinni nr. 10 við Kristjánshaga. Rökstuðningur er í meðfylgjandi bréfi.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2021.

16.Jóninnuhagi 4 - framkvæmdafrestur

Málsnúmer 2019110112Vakta málsnúmer

Tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2020 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 4 við Jóninnuhaga til vorsins 2021.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2021.

17.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 777. fundar, dagsett 7. ágúst 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

18.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 778. fundar, dagsett 14. ágúst 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

19.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2020

Málsnúmer 2019120357Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 779. fundar, dagsett 20. ágúst 2020, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 8 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 10:55.