Jóninnuhagi 4 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2019110112

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 327. fundur - 27.11.2019

Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækja um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.

Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2020 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 4 við Jóninnuhaga til vorsins 2021.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2021.