Erindi dagsett 11. nóvember 2019 þar sem BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækja um lóð nr. 4 við Jóninnuhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð lítur svo á að Leiguíbúðir á Akureyri og Fjölnir séu sami aðili. Sama á við um GB bygg og BF Byggingar.
Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Tölvupóstur dagsettur 25. ágúst 2020 þar sem Björn Þór Guðmundsson fyrir hönd BF Byggingar ehf., kt. 621116-2230, sækir um framkvæmdafrest á lóðinni nr. 4 við Jóninnuhaga til vorsins 2021.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2021.
Dregið var um lóðina milli þriggja aðila, þ.e. Fjölnis, BF Bygginga og Tréverks.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.