Bjarmastígur 5 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020080253

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Erindi dagsett 11. ágúst 2020 þar sem Andri Þór Bjarnason leggur inn fyrirspurn varðandi breytingar á húsi og lóð nr. 5 við Bjarmastíg. Fyrirspurnin er í fjórum liðum.

1. Fjölgun bílastæða. 2. Lækka jarðvegshæð og bæta við hurðum á geymslu. 3. Stigi/stigahús á norðurhlið með hurðum inn á hæðir. 4. Skipta eign í tvö fastanúmer. Meðfylgjandi eru skýringarteikningar.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið og samþykkir að grenndarkynna hana skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Skipulagsráð - 347. fundur - 11.11.2020

Lögð fram að lokinni grenndarkynningu tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina Bjarmastíg 5. Var hún grenndarkynnt með bréfi 16. september 2020 með athugasemdafresti til 15. október. Bárust fjögur athugasemdabréf og eru þau lögð fram ásamt viðbrögðum umsækjenda við efni athugasemdanna.
Skipulagsráð samþykkir breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. greinar skipulagslaga 123/2010 og svör við athugasemdum. Sviðsstjóra er falið að annast gildistöku hennar.