Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12

Málsnúmer 2020080119

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 341. fundur - 12.08.2020

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs dagsett 6. ágúst 2020 um stöðu mála varðandi lóðirnar Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12.
Skipulagsráð samþykkir að lóðirnar Hafnarstræti 80 og Austurbrú 10-12 verði auglýstar að nýju í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sem fram koma í gr. 2.4 og 3.3 í reglum um lóðarveitingar. Er sviðsstjóra skipulagssviðs falið að útfæra reglur og forsendur hugmyndasamkeppninnar í samráði við formann skipulagsráðs og bæjarlögmann.

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Lagt fram minnisblað þar sem sett er fram tillaga að útfærslu á hugmyndasamkeppni um lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýsa lóðirnar í samræmi við útfærslu sem fram kemur í minnisblaðinu.

Jafnframt leggur skipulagsráð til að gatnagerðargjald af lóðunum verði 10% af grunni gatnagerðargjalds.

Bæjarstjórn - 3478. fundur - 01.09.2020

Liður 7 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. ágúst 2020:

Lagt fram minnisblað þar sem sett er fram tillaga að útfærslu á hugmyndasamkeppni um lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýsa lóðirnar í samræmi við útfærslu sem fram kemur í minnisblaðinu.

Jafnframt leggur skipulagsráð til að gatnagerðargjald af lóðunum verði 10% af grunni gatnagerðargjalds.

Guðmundur Baldvin Guðmundsson kynnti tillögu skipulagsráðs.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson og Halla Björk Reynisdóttir.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að lóðirnar Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80 verði auglýstar í samræmi við ákvæði um hugmyndasamkeppni sem fram koma í gr. 2.4 og 3.3 í reglum um lóðarveitingar sem felur í sér að lóðunum verður úthlutað byggt á mati skipulagsráðs á þeim umsóknum sem berast. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn að gatnagerðargjald af lóðunum verði 10% af grunni gatnagerðargjalds.