Umferðaröryggi við Kjarnagötu - erindi frá íbúa

Málsnúmer 2020080374

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Erindi dagsett 13. ágúst 2020 þar sem Guðmundur Otti Einarsson sendir inn ábendingar vegna umferðarhraða í Kjarnagötu.
Skipulagsráð tekur undir að þörf er á úrbótum og óskar eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um fyrirliggjandi erindi.

Skipulagsráð - 343. fundur - 09.09.2020

Lögð fram umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um erindi Guðmundar Otta Einarssonar dagsett 13. ágúst 2020 varðandi umferðarhraða í Kjarnagötu. Kemur þar fram að farið verði í mælingar á umferð á nokkrum stöðum og í framhaldinu verði metið hvort að gera þurfi úrbætur. Þá er gert ráð fyrir að farið verði í að útbúa gangbraut við Heiðartún auk þess að bæta merkingar í götunni.
Skipulagsráð tekur undir niðurstöðu samráðsfundar um að útbúin verði gangbraut við Heiðartún og að merkingar um hámarkshraða verði bættar. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið til umfjöllunar að nýju þegar niðurstöður hraðamælinga liggja fyrir.