Umferðarumbætur við Álfabyggð

Málsnúmer 2019100219

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Lagðar fram niðurstöður umferðarmælingar við Álfabyggð í kjölfar ábendinga frá íbúum á svæðinu um mikinn umferðarþunga og hraðakstur.
Skipulagsráð samþykkir að óska eftir umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um hvort sérstakra aðgerða sé þörf á svæðinu.

Jafnframt felur ráðið sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við framkvæmdastjóra öldrunarheimila Akureyrar um notkun bílastæða o.fl.

Skipulagsráð - 343. fundur - 09.09.2020

Lögð fram umsögn samráðsfundar skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs um ábendingar íbúa við Álfabyggð en fyrir liggja niðurstöður umferðarmælinga við götuna. Fram kemur að ekki er talin þörf að fara í beinar aðgerðir gegn hraða á svæðinu þar sem mælingar sýna að meðalhraði er innan marka. Þá er ekki talið æskilegt að setja biðskyldu við götur á svæðinu þar sem hægri réttur á þátt í að lækka umferðarhraða
Skipulagsráð tekur undir umsögn samráðsfundar en felur sviðsstjóra skipulagssviðs í samvinnu við yfirstjórn dvalarheimilisins Hlíðar að kynna betur aðkomu að sunnanverðu ásamt því að fara yfir bílastæðamál stofnunarinnar með það að markmiði að minnka umferð í nærliggjandi íbúðargötum.