Norðurgata 16 - fyrirspurn til skipulagssviðs

Málsnúmer 2020080221

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Erindi Valþórs Brynjarssonar dagsett 10. ágúst 2020, f.h. eigenda Norðurgötu 16, um hvort heimilt verði að fjölga íbúðum úr fjórum í sex auk breytinga á fjölda og stærð kvista, mænishæð, klæðningu og þakgerð.
Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að grenndarkynna tillögu að útlitsbreytingum hússins skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Að mati skipulagsráðs samræmist það ekki skilmálum gildandi deiliskipulags að fjölga íbúðum úr 4 í 6, sbr. ákvæði kafla 3.3.1 um íbúðarsvæði og er því ekki samþykkt að fjölga íbúðum.

Þórhallur Jónsson D-lista sat hjá.