Fjárhagsáætlun skipulagssviðs 2020

Málsnúmer 2019070177

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 320. fundur - 14.08.2019

Sviðsstjóri skipulagssviðs fór yfir ramma fjárhagsáætlunar fyrir skipulagssvið fyrir árið 2020. Einnig rætt um möguleika til hagræðingar.
Skipulagsráð þakkar sviðsstjóra skipulagssviðs fyrir kynninguna.

Skipulagsráð - 321. fundur - 28.08.2019

Lögð fram til umræðu drög að fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu milli funda.

Skipulagsráð - 322. fundur - 11.09.2019

Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun og vísar henni til bæjarráðs.

Skipulagsráð - 329. fundur - 15.01.2020

Lögð fram til kynningar samþykkt fjárhagsáætlun skipulagssviðs fyrir árið 2020.