Erindi dagsett 13. nóvember 2019 þar sem Byggingarfélagið Hyrna ehf., kt. 710594-2019, sækir um lóð nr. 10 við Kristjánshaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.
Erindi dagsett 24. ágúst 2020 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, óskar eftir framkvæmdafresti á lóðinni nr. 10 við Kristjánshaga. Rökstuðningur er í meðfylgjandi bréfi.
Skipulagsráð samþykkir að veita framkvæmdafrest til 1. maí 2021.