Eiðsvallagata 11 - fyrirspurn til skipulagssviðs vegna viðbyggingar og bílgeymslu

Málsnúmer 2020040461

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 336. fundur - 13.05.2020

Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og bílskýlis við hús nr. 11 við Eiðsvallagötu.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir að grenndarkynna það skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 340. fundur - 08.07.2020

Erindi dagsett 20. apríl 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson leggur inn fyrirspurn vegna viðbyggingar og bílskýlis við hús nr. 11 við Eiðsvallagötu.

Erindið var grenndarkynnt með bréfi dagsettu 25. maí 2020 með fresti til að gera athugasemdir til 25. júní. Engar athugasemdir bárust.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við byggingu viðbyggingar og bílskýlis til samræmis við fyrirliggjandi gögn. Umsókn um byggingarleyfi vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Erindi dagsett 19. ágúst 2020 þar sem Sigbjörn Kjartansson leggur inn fyrirspurn varðandi fyrirhugaðar breytingar á húsi nr. 11 við Eiðsvallagötu. Lögð er inn fyrirspurn varðandi stærri bílskúr en búið er að leggja drög fyrir. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemd við breytingu varðandi bílskúr, með fyrirvara um að fyrir liggi samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða fyrir framkvæmdinni þar sem hún er á lóðarmörkum. Afgreiðslu byggingarleyfis vísað til byggingarfulltrúa þegar samþykki liggur fyrir.