Austubrú 10-12 og Hafnarstræti 80 - mótmæli framkvæmda

Málsnúmer 2020050157

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 337. fundur - 27.05.2020

Erindi dagsett 6. maí 2020 þar sem Gunnar Magnússon fyrir hönd GM ehf., kt. 600515-0710, leggur inn kvörtun og skaðabótakröfu vegna lóðarframkvæmda við Austurbrú 10-12 og Hafnarstræti 80.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að leita eftir áliti bæjarlögmanns um málið.

Skipulagsráð - 342. fundur - 26.08.2020

Lagt fram að nýju erindi eiganda Hafnarstrætis 82 dagsett 6. maí 2020 þar sem farið er fram á skaðabætur vegna framkvæmda á aðliggjandi lóðum undanfarin ár. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs 27. maí 2020. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns dagsett 21. ágúst 2020.
Skipulagsráð vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

Bæjarráð - 3695. fundur - 03.09.2020

Liður 11 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 26. ágúst 2020:

Lagt fram að nýju erindi eiganda Hafnarstrætis 82 dagsett 6. maí 2020 þar sem farið er fram á skaðabætur vegna framkvæmda á aðliggjandi lóðum undanfarin ár. Var málið áður á dagskrá skipulagsráðs 27. maí 2020. Þá er jafnframt lagt fram minnisblað Ingu Þallar Þórgnýsdóttur bæjarlögmanns dagsett 21. ágúst 2020.

Skipulagsráð vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður, Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs og Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni og sviðsstjóra skipulagssviðs að ræða við bréfritara.