Skipulagsráð

289. fundur 18. apríl 2018 kl. 08:00 - 11:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólafur Kjartansson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Dagbjört Elín Pálsdóttir S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Ólafur Kjartansson V-lista mætti í forföllum Edwards Hákonar Huijbens.
Formaður óskaði eftir að liður 17, Hagahverfi - umsókn um skipulagsbreytingar, í útsendu fundarboði yrði tekið af dagskrá og var það samþykkt.

1.Innbær, Lækjargata - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018040148Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 25. október 2017 var samþykkt að láta vinna tillögu að breyttu deiliskipulagi Innbæjar hvað varðar Lækjargötu til samræmis við tillögur um hækkað nýtingarhlutfall á lóðum við Lækjargötu. Á fundinn komu Ingólfur Guðmundsson og Valþór Brynjarsson frá Kollgátu og kynntu tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Skipulagsráð þakkar Ingólfi og Valþóri fyrir kynninguna og felur Kollgátu að vinna áfram að verkefninu í samræmi við umræður á fundinum.

2.Hálönd - umsókn um heimild til deiliskipulags

Málsnúmer 2017030536Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. mars 2017 þar sem Sigurður Sigurðsson fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um heimild til að deiliskipuleggja lóðir í landi Hálanda. Skipulagslýsing var auglýst þann 10. maí 2017. Innkomnum ábendingum var vísað í vinnslu deiliskipulagsins. Tillaga að deiliskipulagi er dagsett 12. mars 2018 og unnin af Halldóri Jóhannssyni hjá Teikn, ráðgjöf og hönnun. Drög að deiliskipulagi voru kynnt og óskað eftir umsögnum í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 5. apríl 2018. Drög voru aðgengileg á heimasíðu Akureyrarbæjar og í þjónustuanddyri. Auglýsing birtist í dagskránni þann 11. apríl 2018.

Sjö ábendingar og umsagnir bárust:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 11. apríl 2018.

Minjastofnun gerir ekki athugasemd við tillöguna en vekur athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 vegna óþekktra fornminja.

Önnur umsögn Minjastofnunar er dagsett 18. apríl 2018.

Nánari könnunar er þörf á hugsanlegum jarðlægum minjum áður en kemur til þess að byggt verði innan hættusvæðisins sem er afmarkað á skipulagsuppdrætti. Mótvægisaðgerðir þessar þurfa að vinnast af hæfum fornleifafræðingi í samráði við minjavörð Norðurlands eystra. Ákvörðun um hvort ráðast þurfi í frekari mótvægisaðgerðir mun byggja á niðurstöðum þessarar könnunar. Eftir atvikum er mögulegt að krafa verði gerð um heildaruppgröft minja sem kunna að koma í ljós.

2) Lóðafélag í Hálöndum, dagsett 14. apríl 2018.

Mótmælt er:

a) Umfangi hótelbyggingarinnar fyrir allt að 250 herbergi og telja slíka byggingu ekki eiga heima í lágreistri, rólegri byggð frístundahúsa.

b) Hæð hótelbyggingarinnar sem á ekki við í lágreistri byggð frístundahúsa og skyggir á útsýni.

c) Staðsetningu bílastæða við hótelið sem er við megin leik- og útivistarsvæði frístundabyggðarinnar.

3) Sverrir Þorsteinsson og Herdís Jónsdóttir, dagsett 14. apríl 2018.

Þau eru eigendur frístundahúss í Hálöndum og var aðalástæða kaupanna sú að fulltrúi byggingafyrirtækisins sagði að útsýni yrði óhindrað, hverfið væri lágreist, barnvænt og umhverfisvænt. Í fyrirliggjandi drögum er meðal annars gert ráð fyrir stóru hóteli beint fyrir framan húsið þeirra ásamt tilheyrandi bílastæðum. Þetta er ekki í samræmi við loforð og ekki í samræmi við deiliskipulag 2. áfanga hverfisins.

4) Lodge ehf., dagsett 15. apríl 2018.

Mótmælt er:

a) Umfangi hótelbyggingarinnar fyrir allt að 250 herbergi og telja slíka byggingu ekki eiga heima í lágreistri, rólegri byggð frístundahúsa.

b) Hæð hótelbyggingarinnar, sem á ekki heima í lágreistri byggð frístundahúsa og skyggir á útsýni.

c) Staðsetningu bílastæða við hótelið sem er við megin leik- og útivistarsvæði frístundabyggðarinnar.

d) Við kaup á frístundahúsi voru þau í góðri trú um að það myndi rísa lágreist hótel í anda Hótel Föroyar. Þar sem nú er áformað að reisa hótel var kynnt að þar ætti að vera útivistarsvæði.

5) Starfsmannafélag Orkuveitu Reykjavíkur, dagsett 17. apríl 2018.

Starfsmannafélagið tekur undir athugasemdir lóðafélagsins. Staðsetning á hóteli mun gjörbreyta ásýnd svæðisins og þeim gæðum sem svæðið hefur í dag.

6) Eignarhaldsfélagið Sigtún, dagsett 15. apríl 2018.

Mótmælt er:

a) Umfangi hótelbyggingarinnar fyrir allt að 250 herbergi og telja slíka byggingu ekki eiga heima í lágreistri, rólegri byggð frístundahúsa.

b) Hæð hótelbyggingarinnar, sem á ekki heima í lágreistri byggð frístundahúsa og skyggir á útsýni.

c) Staðsetningu bílastæða við hótelið sem er við megin leik- og útivistarsvæði frístundabyggðarinnar.

d) Við kaup á frístundahúsi voru þau í góðri trú um að það myndi rísa lágreist hótel í anda Hótel Föroyar. Þar sem nú er áformað að reisa hótel var kynnt að þar ætti að vera útivistarsvæði.

7) Norðurorka hf., dagsett 17. apríl 2018.

Bílastæði fyrir fyrirhugað hótel brýtur í bága við samning sem gerður var milli Norðurorku og Hálanda frá 3. febrúar 2017. Semja þarf um færslu á háspennulögn nyrst og austast sem liggur að Hesjuvöllum. Þörf er á lagnaleið milli lóða niður úr neðstu götu að bænum Hlíðarenda. Við hönnun þarf að taka tillit til hæðarkóta fráveitu þannig að tryggt verði að hún sé sjálfrennandi. Norðurorka getur samkvæmt fyrrgreindu ekki fallist á tillöguna eins og hún hefur verið birt.

Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögur að viðbrögðum við athugasemdum.

3.Munkaþverárstræti 36 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017100251Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 17. október 2017 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd SSG ehf., kt. 681005-0210, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á skilmálum fyrir lóðina Munkaþverárstræti 36. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 7. mars til 12. apríl 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2018

Málsnúmer 2018040037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. apríl 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um opin svæði á Akureyri sumarið 2018. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu ljósleiðara og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð". Sá fyrirvari er á framkvæmdaleyfinu að umsækjandi skal standa straum af kostnaði vegna færslu lagna ef þarf vegna skipulags. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

5.Hafnarstræti 25 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018040038Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. apríl 2018 þar sem Hallgrímur Óskarsson fyrir hönd Verdicta slf., kt. 501116-1060, leggur inn fyrirspurn vegna húss nr. 25 við Hafnarstræti. Tvær íbúðir eru í húsinu en hugmyndin er að þær verði fjórar. Áætlað er að rífa bílskúrinn og skipta þeim lóðarhluta í tvo, Hafnarstræti 25 og 27. Byggt yrði hús á nýju lóðinni.
Skipulagsráð tekur neikvætt í nýtt hús á lóðinni, þar sem rými milli húsa nr. 25 og 29 er of lítið, en tekur jákvætt í fjölgun íbúða í núverandi húsi að því tilskyldu að bílastæði fyrir íbúðirnar verði leist innan lóðar.

Skipulagsráð heimilar því umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi innbæjar í samræmi við ofanritað. Taka skal tillit til ákvæða deiliskipulags um samræmi byggðar og ákvæða um hverfisvernd í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

6.Móasíða 1 - nýting húsnæðis fyrir íbúðir

Málsnúmer 2018030116Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. febrúar 2018 þar sem Rúnar Már Sigurvinsson óskar eftir að fá að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Einnig er óskað eftir að fá að byggja annað hús á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Elísabetarhagi 2 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2018030428Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. apríl 2018 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd B.E. húsbygginga ehf., kt. 490398-2529, leggur fram fyrirspurn um íbúðagerðir í húsinu nr. 2 við Elísabetarhaga.
Skipulagsráð synjar erindinu eins og það liggur fyrir þar sem íbúðadreifing er ekki í samræmi við markmið deiliskipulags hverfisins. Lagt er til að tveggja herbergja íbúðum verði fækkað og settar inn stærri íbúðir í staðinn.

Sigurjón Jóhannesson D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

8.Víðimýri 3 - umsókn um byggingarleyfi fyrir kvist og breytingu á gluggum

Málsnúmer 2018040124Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Jónas Vigfússon fyrir hönd Hrafnkels Reynissonar og Lilju K. Bjarnadóttur sækir um byggingarleyfi fyrir kvisti og breytingu á gluggum á húsi nr. 3 við Víðimýri. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Jónas Vigfússon.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Ásabyggð 11 - fyrirspurn vegna bílskúrs

Málsnúmer 2018040147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. apríl 2018 þar sem Helgi Valur Harðarson og Valdís Ösp Jónsdóttir leggja inn fyrirspurn varðandi byggingu bílskúrs við hús sitt nr. 11 við Ásabyggð. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð tekur neikvætt í fyrirspurnina þar sem bílskúr á lóðamörkum hefur neikvæð áhrif á dvalarsvæði á nágrannalóð.

10.Hlíðarfjallsvegur 11 - umsókn um framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2018010323Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. mars 2018 þar sem Halldór Jóhannesson f.h. Bílaklúbbs Akureyrar, kt. 660280-0149, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir efnisflutningum og landmótun innan lóðar Hlíðarfjallsvegar 11 vegna uppbyggingar öryggishluta kvartmílubrautar og öryggissvæðis.
Umsækjanda er bent á að framkvæmdin er tilkynningarskyld samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum. Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar til niðurstaða Skipulagsstofnunar liggur fyrir.

11.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsráð samþykkti á fundi 15. febrúar 2017 að senda til umsagnar uppfærðan uppdrátt af deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs sem breyta á samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss. Nýtt svæði fyrir kastíþróttir verður skilgreint. Skipulagstillagan var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 24. janúar 2018 og 4. apríl 2018.
Skipulagsráð samþykkir svör við athugasemdum, en frestar málinu að öðru leyti. Skipulagssviði er falið að senda svör til þeirra sem gerðu athugasemdir.

12.Melgerðisás - deiliskipulag

Málsnúmer 2015050023Vakta málsnúmer

Deiliskipulag Melgerðisáss og Skarðshlíðar var auglýst frá 13. september með athugasemdafresti til 25. október 2017. Auglýsingar birtust í Lögbirtingablaði, Fréttablaðinu og Dagskránni. Skipulagsgögn voru aðgengileg í þjónustuanddyri Ráðhúss Akureyrarbæjar og á heimasíðu bæjarins. Samhliða var auglýst breyting á Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018, breyting á suðurhluta Hlíðahverfis og breyting á íþróttasvæði Þórs. Athugasemdir og umsagnir eru í fylgiskjali. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 15. nóvember 2017 og 24. janúar 2018. Deiliskipulaginu hefur nú verið skipt upp í tvær áætlanir, Melgerðisás og Skarðshlíð A-hluta, sem nær yfir Melgerðisásinn og neðri hluta Skarðshlíðar og B-hluta sem nær yfir kastsvæðið. Skipulagsráð frestaði afgreiðslu á fundi 4. apríl 2018. Lagðar fram tillögur skipulagssviðs að svörum við athugasemdum.
Skipulagsráð samþykkir svör við athugasemdum en frestar málinu að öðru leyti. Skipulagssviði er falið að senda svör til þeirra sem gerðu athugasemdir.

13.Jaðarsíða 17-23 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018030331Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Sótt er um m.a. að byggja hús með einhalla þaki og breyta byggingarreit til að setja bílgeymslur saman. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 4. apríl 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 6. apríl 2018 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

14.Torfunefsbryggja - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017110379Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. nóvember 2017 þar sem Ómar Ívarsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um heimild til að leggja fram breytt deiliskipulag fyrir miðbæ Akureyrar. Breytingin felst í stækkun Torfunefsbryggju. Breytt erindi var lagt fram í skipulagsráði 10. janúar 2018. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 14. febrúar 2018 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.

Skipulagstillagan var auglýst frá 28. febrúar til 11. apríl 2018.

Engar athugasemdir bárust.

Ein umsögn barst:

1) Minjastofnun Íslands, dagsett 20. mars 2018.

Ekki er gerð athugasemd við fyrirhugaða deiliskipulagsbreytingu. Vakin er athygli á 2. mgr. 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og skipulagssviði falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010 með síðari breytingum.

15.Borgarbraut, Glerárgata, Tryggvabraut, Hörgárbraut - deiliskipulag

Málsnúmer 2017120224Vakta málsnúmer

Skipulagslýsing fyrir deiliskipulag gatnamóta Borgarbrautar, Hörgárbrautar, Tryggvabrautar og Glerárgötu var auglýst í Dagskránni 14. febrúar 2018 og send til umsagnar.

Sex umsagnir og ábendingar bárust:

1) Festi fasteignir ehf., dagsett 6. mars 2018.

Hafa þarf til hliðsjónar við gerð deiliskipulagsins teikningar, tillögur og önnur gögn sem félagið hefur lagt fram og kynnt fyrir skipulagsyfirvöldum á Akureyri varðandi skipulag á Hvannavallareit. Festi leggur áherslu á að litið verði til þess að hringtorg verði á gatnamótum Hvannavalla og Tryggvabrautar og að aðgengi inn á Glerárgötu 36 verði tryggt frá Tryggvabraut.

2) Höldur, dagsett 1. mars 2018.

a) Mótmælt er harðlega skerðingu á lóð félagsins við Tryggvabraut 5 vegna gerðar nýs hringtorgs. Möguleiki er að minnka hringtorgið, hliðra því vestur og suður, setja umferðarljós eða setja hringtorg á gatnamót Tryggvabrautar og Hjalteyrargötu.

b) Engin þörf er á göngustíg niður með Glerá að sunnan þar sem stígur er norðan við ána og gangstétt meðfram Tryggvabraut. Göngustígur skerðir verulega notkunargildi Hölds á lóðinni.

c) Ef Tryggvabraut verður þrengd þá þarf að gera bílastæði meðfram götunni að sunnan og bæta aðgengi að þjónustu sem þar er.

3) Norðurorka, dagsett 1. mars 2018.

Minnt er á umsókn Norðurorku um framkvæmdaleyfi vegna nýrrar Hjalteyrarlagnar sem liggur gegnum umrætt svæði og tryggja að ekkert í fyrirhuguðu deiliskipulagi hindri væntanlega framkvæmd Norðurorku.

4) Vegagerðin, dagsett 1. mars 2018.

Gerð er athugasemd við að lýsingin taki til stækkunar á ljósastýrðum krossgatnamótum sem er þvert á niðurstöðu frumdragaskýrslu sem unnin var fyrir gatnamótin. Niðurstaða óháðs umferðaröryggismats var afdráttarlaus að tvöfalt hringtorg væri betri kostur en stækkuð ljósastýrð krossgatnamót með tilliti til umferðaröryggis. Brýnt er að markmið deiliskipulagsins sé að tryggja öryggi allra vegfarenda.

5) Umhverfis- og mannvirkjasvið, tæknideild, móttekið 7. mars 2018.

a) Hafa þarf í huga mögulegar lausnir á umferðarmálum gatnamótanna. Á hvaða forsendum hefur verið ákveðið að útfæra gatnamótin með fjögurra fasa umferðarljósum þvert á niðurstöðu vinnuhóps.

b) Ekki er minnst á undirgöng í lýsingunni.

c) Skoða þarf endingartíma mismunandi lausna.

d) Skoða þarf mismun hjóðvistar m.t.t. ljósastýrðra gatnamóta og hringtorgs. Mikill ábyrgðarhluti er að afskrifa hringtorg í þessari skipulagsvinnu. Fyrir því þurfa að vera góð rök.

6) Skipulagsstofnun, dagsett 7. mars 2018.

Skipulagsstofnun hefur farið yfir lýsinguna og telur hana gera fullnægjandi grein fyrir áformum deiliskipulagstillögunnar.

Skipulagsráð frestaði málinu á fundi 14. mars 2018 og fól sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að viðbrögðum við ábendingum. Lögð fram tillaga skipulagssviðs að viðbrögðum við innkomnum athugasemdum.
Skipulagsráð samþykkir tillögur að viðbrögðum við athugasemdum og vísar þeim til skipulagshöfunda.

16.Tónatröð 2 og 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018030427Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. mars 2018 þar sem Júlíus Þór Júlíusson fyrir hönd Hoffells ehf., kt. 500118-0670, leggur inn fyrirspurn varðandi lóðir 2 og 4 við Tónatröð. Áhugi er á að byggja 4 íbúða hús á lóðunum. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð tekur neikvætt í erindið á grundvelli innsendra gagna, þar sem í deiliskipulagi Spítalavegar, sem nær til Tónatraðar, er ákvæði um að nýbyggingar skuli taka mið af þeim byggingum sem standa þegar á svæðinu og að byggingar falli sem best að landhallanum.

17.Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli, lyfta - umsókn um breytt deiliskipulag

Málsnúmer 2018040162Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. apríl 2018 þar sem Fanney Hauksdóttir fyrir hönd Stólalyftu ehf., kt. 441217-0210, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Breytingin felst í að auka stærð stjórnstöðvarhúsa úr 30 m² í 50 m² með kjallara samkvæmt meðfylgjandi tillögu að deiliskipulagsbreytingu, dagsettri 12. apríl 2018, unna af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bent er á að framkvæmdin er tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.

18.Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Lögð voru fram drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað í bæjarráði þann 5. apríl 2018. Samþykkt var að auglýsa drögin og er athugasemdafrestur til 30. apríl 2018.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að gera tillögu að umsögn í samráði við bæjarlögmann og umhverfis- og mannvirkjasvið.

19.Naustahverfi - umferðarmál

Málsnúmer 2016040224Vakta málsnúmer

Ábendingar um hraðakstur í Ásatúni.
Skipulagsráð vísar erindinu til skoðunar á deildafundi skipulagssviðs og umhverfis- og mannvirkjasviðs.

20.Halldóruhagi 6 - umsókn um nafnabreytingu á lóðarhafa

Málsnúmer 2017020171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2018 frá Ásgeiri M. Ásgeirssyni fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, þar sem hann óskar eftir að gerð verði breyting á lóðarhafa Halldóruhaga 6. Í stað Bergfestu ehf. sem fékk lóðinni úthlutað verði einkahlutafélagið Halldóruhagi 6-8 ehf., kt. 540817-0490, skráð fyrir lóðinni.
Skipulagsráð hafnar erindinu með vísun til reglna um lóðarveitingar.

21.Halldóruhagi 8 - umsókn um nafnabreytingu á lóðarhafa

Málsnúmer 2017020172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. apríl 2018 frá Ásgeiri M. Ásgeirssyni fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, þar sem hann óskar eftir að gerð verði breyting á lóðarhafa Halldóruhaga 8. Í stað Bergfestu ehf. sem fékk lóðinni úthlutað verði einkahlutafélagið Halldóruhagi 6-8 ehf., kt. 540817-0490, skráð fyrir lóðinni.
Skipulagsráð hafnar erindinu með vísun til reglna um lóðarveitingar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 22. mars 2018. Lögð var fram fundargerð 671. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2018

Málsnúmer 2018010013Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 3. apríl 2018. Lögð var fram fundargerð 672. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 6 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:35.