Hafnarstræti 25 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018040038

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 2. apríl 2018 þar sem Hallgrímur Óskarsson fyrir hönd Verdicta slf., kt. 501116-1060, leggur inn fyrirspurn vegna húss nr. 25 við Hafnarstræti. Tvær íbúðir eru í húsinu en hugmyndin er að þær verði fjórar. Áætlað er að rífa bílskúrinn og skipta þeim lóðarhluta í tvo, Hafnarstræti 25 og 27. Byggt yrði hús á nýju lóðinni.
Skipulagsráð tekur neikvætt í nýtt hús á lóðinni, þar sem rými milli húsa nr. 25 og 29 er of lítið, en tekur jákvætt í fjölgun íbúða í núverandi húsi að því tilskyldu að bílastæði fyrir íbúðirnar verði leist innan lóðar.

Skipulagsráð heimilar því umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagi innbæjar í samræmi við ofanritað. Taka skal tillit til ákvæða deiliskipulags um samræmi byggðar og ákvæða um hverfisvernd í Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.