Munkaþverárstræti 36 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017100251

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 276. fundur - 25.10.2017

Erindi móttekið 17. október 2017 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd SSG ehf., kt. 681005-0210, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna húsgerðar á lóðinni Munkaþverárstræti 36. Meðfylgjandi eru skissur eftir Sigurð Hallgrímsson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við innkomið erindi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 286. fundur - 28.02.2018

Erindi móttekið 17. október 2017 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd SSG ehf., kt. 681005-0210, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir breytingum á skilmálum fyrir lóðina Munkaþverárstræti 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi 25. október 2017.

Tillagan er dagsett 22. febrúar 2018 og unnin af Sigurði Hallgrímssyni hjá Arkþingi.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna breytinguna samkvæmt 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi móttekið 17. október 2017 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd SSG ehf., kt. 681005-0210, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á skilmálum fyrir lóðina Munkaþverárstræti 36. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 7. mars til 12. apríl 2018. Engin athugasemd barst.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3433. fundur - 24.04.2018

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi móttekið 17. október 2017 þar sem Sigurður Hallgrímsson fyrir hönd SSG ehf., kt. 681005-0210, sækir um breytingu á deiliskipulagi vegna breytinga á skilmálum fyrir lóðina Munkaþverárstræti 36. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna erindið á fundi 28. febrúar 2018. Athugasemdafrestur var frá 7. mars til 12. apríl 2018. Engin athugasemd barst.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.