Halldóruhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020172

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 258. fundur - 15.03.2017

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem VAR þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 8 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 659. fundur - 20.12.2017

Erindi dagsett 15. desember 2017 þar sem Ásgeir M. Ásgeirsson fyrir hönd VAR þróunarfélags ehf., sækir um framkvæmdafrest á lóð nr. 8 við Halldóruhaga til 15. maí 2018.
Byggingarfulltrúi samþykkir frest til 15. maí 2018.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 13. apríl 2018 frá Ásgeiri M. Ásgeirssyni fyrir hönd Bergfestu ehf., kt. 610515-0370, þar sem hann óskar eftir að gerð verði breyting á lóðarhafa Halldóruhaga 8. Í stað Bergfestu ehf. sem fékk lóðinni úthlutað verði einkahlutafélagið Halldóruhagi 6-8 ehf., kt. 540817-0490, skráð fyrir lóðinni.
Skipulagsráð hafnar erindinu með vísun til reglna um lóðarveitingar.