Jaðarsíða 17-23 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2018030331

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 288. fundur - 04.04.2018

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Sótt er um m.a. að byggja hús með einhalla þaki og breyta byggingarreit til að setja bílgeymslur saman. Meðfylgjandi eru tillöguteikningar eftir Steinmar H. Rögnvaldsson.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samræmi við erindið. Tillagan verður grenndarkynnt skv. 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Sótt er um m.a. að byggja hús með einhalla þaki og breyta byggingarreit til að setja bílgeymslur saman. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 4. apríl 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 6. apríl 2018 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni.
Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3433. fundur - 24.04.2018

13. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 18. apríl 2018:

Erindi dagsett 19. mars 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd BB bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um deiliskipulagsbreytingu fyrir lóð nr. 17-23 við Jaðarsíðu. Sótt er um m.a. að byggja hús með einhalla þaki og breyta byggingarreit til að setja bílgeymslur saman. Skipulagsráð heimilaði umsæjanda þann 4. apríl 2018 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 6. apríl 2018 og unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni.

Einungis er um að ræða minniháttar breytingu sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.