Tengir - framkvæmdaleyfi fyrir ljósleiðara 2018

Málsnúmer 2018040037

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 3. apríl 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara um opin svæði á Akureyri sumarið 2018. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu ljósleiðara og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð". Sá fyrirvari er á framkvæmdaleyfinu að umsækjandi skal standa straum af kostnaði vegna færslu lagna ef þarf vegna skipulags. Framkvæmdaleyfið gildir í eitt ár frá útgáfu leyfis og gildir einungis fyrir svæði utan íbúðarhúsalóða og annarra úthlutaðra lóða.

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu gerðar í samræmi við verklagsreglur Akureyrarbæjar um yfirborðsfrágang í bæjarlandinu. Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð - 304. fundur - 14.11.2018

Erindi dagsett 30. október 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á svæðinu frá Lögmannshlíðarkirkju að Granaskjóli. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða legu ljósleiðarans.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu ljósleiðara. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með eftirfarandi skilyrði:


Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Bæjarstjórn - 3444. fundur - 20.11.2018

Liður 6 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. nóvember 2018:

Erindi dagsett 30. október 2018 þar sem Steinmar H. Rögnvaldsson fyrir hönd Tengis hf., kt. 660702-2880, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara á svæðinu frá Lögmannshlíðarkirkju að Granaskjóli. Meðfylgjandi er uppdráttur sem sýnir fyrirhugaða legu ljósleiðarans.

Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lagningu ljósleiðara. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að framkvæmdaleyfið verði samþykkt með eftirfarandi skilyrði:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Ingibjörg Ólöf Isaksen tók til máls og kynnti tillögu skipulagsráðs.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsráðs með 11 samhljóða atkvæðum.