Lögreglusamþykk fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 257. fundur - 08.03.2017

Tekið er til umræðu hvort þörf sé á að endurskoða lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, m.a. hvað varðar umferð, númerslausa bíla og lagningu vinnuvéla í húsagötum.
Skipulagsráð beinir því til bæjarstjórnar að lögreglusamþykktin verði endurskoðuð.

Bæjarráð - 3548. fundur - 16.03.2017

3. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 8. mars 2017:

Tekið er til umræðu hvort þörf sé á að endurskoða lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, m.a. hvað varðar umferð, númerslausa bíla og lagningu vinnuvéla í húsagötum.

Skipulagsráð beinir því til bæjarstjórnar að lögreglusamþykktin verði endurskoðuð.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að endurskoðun á lögreglusamþykktinni í samvinnu við lögmann.

Bæjarráð - 3575. fundur - 09.11.2017

Umræður um endurskoðun á Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að endurskoðun á lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Bæjarráð - 3593. fundur - 05.04.2018

Lögð fram drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að auglýsa drög að endurskoðaðri lögreglusamþykkt og gefa íbúum kost á að koma að athugasemdum.

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Lögð voru fram drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað í bæjarráði þann 5. apríl 2018. Samþykkt var að auglýsa drögin og er athugasemdafrestur til 30. apríl 2018.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að gera tillögu að umsögn í samráði við bæjarlögmann og umhverfis- og mannvirkjasvið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 31. fundur - 27.04.2018

Rætt um drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað dagsett 5. apríl 2018.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.

Skipulagsráð - 290. fundur - 02.05.2018

Lögð voru fram drög að endurskoðaðri Lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað í bæjarráði þann 5. apríl 2018. Samþykkt var að auglýsa drögin og er athugasemdafrestur til 30. apríl 2018.
Skipulagsráð gerir athugasemdir við tillöguna og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að koma þeim á framfæri við bæjarráð.

Bæjarráð - 3693. fundur - 20.08.2020

Rætt um endurskoðun lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur bæjarlögmanni að vinna áfram að endurskoðun lögreglusamþykktarinnar.

Bæjarráð - 3715. fundur - 04.02.2021

Endurskoðuð lögreglusamþykkt lögð fram til afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar breytingum á lögreglusamþykkt til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3489. fundur - 16.02.2021

Liður 5 í fundargerð bæjarráðs dagsettri 4. febrúar 2021:

Endurskoðuð lögreglusamþykkt lögð fram til afgreiðslu.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

Bæjarráð vísar breytingum á lögreglusamþykkt til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti endurskoðaða lögreglusamþykkt.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 samhljóða atkvæðum að vísa breytingum á lögreglusamþykkt til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 3490. fundur - 02.03.2021

Endurskoðuð lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ tekin til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarráð fjallaði um málið á fundi sínum 4. febrúar sl. og fyrri umræða í bæjarstjórn fór fram 16. febrúar sl.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti málið.

Í umræðum tóku til máls Þórhallur Jónsson og Sóley Björk Stefánsdóttir.
Meirihluti bæjarstjórnar samþykkir framlagða lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarbæ.

Þórhallur Jónsson D-lista greiðir atkvæði á móti.