Móasíða 1 - nýting húsnæðis fyrir íbúðir

Málsnúmer 2018030116

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 26. febrúar 2018 þar sem Rúnar Már Sigurvinsson óskar eftir að fá að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Einnig er óskað eftir að fá að byggja annað hús á lóðinni.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulagsráð - 293. fundur - 20.06.2018

Lagt fram að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsett 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjenda, móttekin 18. júní 2018.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsráð - 294. fundur - 27.06.2018

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjanda, móttekin 18. júní 2018. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 20. júní 2018. Auk ofangreindra gagna er nú lögð fram yfirlýsing eigenda íbúða við Móasíðu 1 dagsett 12. júní 2018 og tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdir á lóðinni verði samþykkt sem og tillaga að svörum um innkomnar athugasemdir.

Bæjarráð - 3602. fundur - 05.07.2018

10. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 27. júní 2018:

Lagt fram að nýju að lokinni grenndarkynningu erindi Rúnars Más Sigurvinssonar dagsett 26. febrúar 2018, þar sem óskað er eftir heimild til að breyta húsi nr. 1 við Móasíðu, sem áður var leikskóli, í íbúðir. Að auki er gert ráð fyrir byggingu á allt að 750 fm húsi á tveimur hæðum með 13 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á lóðinni verða 20 og fjöldi bílastæða allt að 34. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0.38. Var erindið grenndarkynnt með bréfi dagsettu 11. maí 2018 með fresti til 7. júní til að gera athugasemdir. Tíu athugasemdabréf bárust undirrituð af 29 aðilum. Þá liggur einnig fyrir greinargerð umsækjanda, móttekin 18. júní 2018. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi skipulagsráðs 20. júní 2018. Auk ofangreindra gagna er nú lögð fram yfirlýsing eigenda íbúða við Móasíðu 1 dagsett 12. júní 2018 og tillaga sviðsstjóra skipulagssviðs að svörum við innkomnum athugasemdum.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að umsókn um framkvæmdir á lóðinni verði samþykkt sem og tillaga að svörum um innkomnar athugasemdir.

Pétur Ingi Haraldsson sviðsstjóri skipulagssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 8. lið fundargerðar bæjarstjórnar 26. júní 2018.

Bæjarráð samþykkir tillögu skipulagsráðs og svör við innkomnum athugasemdum.