Tónatröð 2 og 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2018030427

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 289. fundur - 18.04.2018

Erindi dagsett 27. mars 2018 þar sem Júlíus Þór Júlíusson fyrir hönd Hoffells ehf., kt. 500118-0670, leggur inn fyrirspurn varðandi lóðir 2 og 4 við Tónatröð. Áhugi er á að byggja 4 íbúða hús á lóðunum. Meðfylgjandi eru myndir.
Skipulagsráð tekur neikvætt í erindið á grundvelli innsendra gagna, þar sem í deiliskipulagi Spítalavegar, sem nær til Tónatraðar, er ákvæði um að nýbyggingar skuli taka mið af þeim byggingum sem standa þegar á svæðinu og að byggingar falli sem best að landhallanum.

Skipulagsráð - 295. fundur - 11.07.2018

Erindi dagsett 27. apríl 2018 þar sem Júlíus Þór Júlíusson fyrir hönd Hoffells ehf., kt. 500118-0670, óskar eftir samþykki á breyttu skipulagi á lóðum nr. 2 og 4 við Tónatröð. Meðfylgjandi eru myndir sem sýna tillögu að útliti hússins auk afstöðumyndar.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar ekki er talið að 6 íbúða fjölbýlishús samræmist útliti og yfirbragði nærliggjandi byggðar.

Skipulagsráð - 298. fundur - 29.08.2018

Lögð fram fyrirspurn Júlíusar Þórs Júlíussonar dagsett 18. júlí 2018, f.h. Hoffells ehf., kt. 500118-0670, um hvort að á lóðunum Tónatröð 2 og 4 verði heimilt að byggja 3ja íbúða hús á hvorri lóð fyrir sig í stað einbýlishúsa með lítilli aukaíbúð. Er fyrirspurnin lögð fram í kjölfar þess að skipulagsráð hafnaði á fundi 11. júlí 2018 að breyta skipulagi svæðisins á þann veg að sameina lóðirnar tvær og byggja þar 6 íbúða fjölbýlishús.
Skipulagsráð hafnar umsókn um breytingu á deiliskipulagi þar sem ekki er talið að bygging fjölbýlishúsa á þessum lóðum samrýmist útliti og yfirbragði nærliggjandi byggðar.