Skipulagsnefnd

249. fundur 14. desember 2016 kl. 08:00 - 11:55 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Tryggvi Gunnarsson
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá
Þetta er seinasti fundur skipulagsnefndar. Nýtt heiti samkvæmt samþykkt bæjarstjórnar frá 3. janúar 2017 verður skipulagsráð.

Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Tryggvi Gunnarsson S-lista mætti í forföllum Ólínu Freysteinsdóttur.
Vilberg Helgason V-lista boðaði forföll og varamaður hans mætti ekki.

Tryggvi Már Ingvarsson formaður óskaði eftir að fá að taka tvo liði af dagskrá:
lið 5, Þrumutún 8 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu og lið 22, Oddeyri - rammahluti aðalskipulags, og bæta tveimur liðum inn á dagskrá sem ekki voru í útsendri dagskrá:
lið 23, Svalbarðsstrandarstígur - aðalskipulag og lið 24, Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi.

1.Vættagil 27 og 29 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090033Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Giljahverfis. Um er að ræða breytingu á afmörkun lóða nr. 27 og 29 við Vættagil. Erindið var grenndarkynnt frá 2. nóvember og var athugasemdafrestur til 30. nóvember 2016. Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

2.Geirþrúðarhagi 8 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016110179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem Þröstur Sigurðsson f.h. Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Geirþrúðarhaga 8. Óskað er eftir að nýtingarhlutfall lóðarinnar verði hækkað úr 0,43 í 0,48.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Heiðartún 2-12 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100146Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. nóvember 2016 þar sem Björn Ómar Sigurðarson f.h. T21 ehf, kt. 430615-1060, óskar eftir deiliskipulagsbreytingu fyrir Heiðartún 2-12. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 28. september 2016 á grundvelli erindis frá 1. september, en í nýju erindi er sótt um aðrar breytingar en sótt var um 1. september 2016. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 30. nóvember 2016. Tillagan er unnin af Steinmari H. Rögnvaldssyni, dagsett 14. desember 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Verklagsreglur vegna stöðuleyfis gáma

Málsnúmer 2015080104Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti 26. ágúst 2015 að gerðar yrðu verklagsreglur um leyfisveitingar fyrir gáma. Lögð voru fram drög að verklagsreglum. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 22. júní, 12. október og 30. nóvember 2016.
Umræður. Afgreiðslu frestað.

5.Kerfisáætlun 2016-2025

Málsnúmer 2016050209Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tillaga að kerfisáætlun 2016-2025 um áætlaða þróun notkunar og framleiðslu raforku tengdri flutningskerfinu, auk þeirrar uppbyggingar sem ráðgerð er á meginflutningskerfinu. Landsnet kynnir nú tillögu að kerfisáætlun í samræmi við raforkulög nr. 65/2003 m.s.br. og umhverfisskýrslu í samræmi við lög nr. 105/2006, en í umhverfisskýrslu er lagt mat á umhverfisáhrif kerfisáætlunarinnar. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við tillögurnar er til og með 30. desember 2016. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við kerfisáætlunina eða umhverfisskýrsluna.

6.Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016060064Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. júní 2016 þar sem Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir sækir um lóðarstækkun á lóð nr. 9a við Lækjargötu. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 22. júní 2016.

Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni hjá Kollgátu, dagsett 24. september 2016. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Íþróttasvæði Þórs, kastsvæði - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016100138Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri leggur til við skipulagsnefnd að breyting verði gerð á deiliskipulagi íþróttasvæðis Þórs, samhliða deiliskipulagi Melgerðisáss, og framtíðarsvæði fyrir kastíþróttir verði skilgreint. Skipulagsnefnd heimilaði skipulagsstjóra að láta gera breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja drög að breytingu á Þórsvellinum fyrir íþróttafélögin þannig að kastsvæðið verði milli Bogans og Skarðshlíðar.

8.Smáhýsi fyrir einstaklinga með fjölþættan vanda

Málsnúmer 2016110062Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. nóvember 2016 þar sem Laufey Þórðardóttir og Anna Marit Níelsdóttir f.h. búsetu- og fjölskyldudeildar óska eftir lóðum fyrir smáhýsi. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember og 30. nóvember 2016. Lögð er fram tillaga vinnuhóps skipulagsdeilar og fjölskyldudeildar að staðsetningu fyrir tvö smáhýsi á lóð Akureyrarbæjar að Norðurtanga 7.
Þar sem um bráða þörf er að ræða samþykkir meirihluti skipulagsnefndar tillöguna sem tímabundna lausn.

Skipulagsnefnd felur skipulagsdeild að vinna áfram að framtíðar staðsetningu smáhýsa á vegum fjölskyldudeildar.

Tryggvi Gunnarsson S-lista greiddi atkvæði gegn tillögunni.

9.Austurvegur lnr. 175494 - lóðarstækkun - lóðarleigusamningur

Málsnúmer 2016020219Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. október 2016, móttekið 14. nóvember 2016, þar sem Haraldur Hrafnsson óskar eftir því að lóðarleigusamningur verði gerður fyrir eign, fastanúmer: 222-4565 í Hrísey. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd bendir á að í gildi er lóðarsamningur fyrir lóð undir húsinu en vísar að öðru leiti í fyrri bókanir sínar frá 23. mars og 14. september 2016 og hafnar því erindinu að svo stöddu.

10.Krókeyrarnöf 21 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016110047Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Ágúst Hafsteinsson f.h. Magnum Opus ehf, kt. 470714-0850, sækir um aukið byggingamagn á lóð nr. 21 við Krókeyrarnöf og heimild til að byggja sundlaug. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi á fundi 26. október 2016. Tillagan er dagsett 1. nóvember 2016 og unnin af Ágústi Hafsteinssyni hjá Form. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

11.Krókeyri - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016110161Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 25. nóvember 2016 þar sem Haraldur Jósefsson f.h. Norðurorku hf, kt. 550978-0169, óskar eftir að gerð verði lóð fyrir dælustöð fráveitu við Krókeyri. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

12.Sjávargata 4 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016090007Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. september 2016 þar sem Jónas V. Karlesson lagði fram fyrirspurn um byggingu 8 kornsílóa á lóð Bústólpa við Sjávargötu 2-4. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Nýtt erindi barst 16. nóvember 2016 þar sem óskað er eftir að fá að leggja fram umfangsmeiri breytingar í deiliskipulagi heldur en fyrst var sótt um. Tillagan er unnin af Gísla Kristinssyni arkitekt, dagsett 18. nóvember 2016. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsnefnd að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt verði óskað eftir umsögnum Isavia og Hafnasamlags Norðurlands.

13.Síðuskóli - innkeyrsla

Málsnúmer 2015110127Vakta málsnúmer

Erindi ódagsett frá stjórn Foreldra- og kennarafélags Síðuskóla og með vísan til aðalfundar hverfisnefndarinnar þann 11. nóvember 2015 er óskað eftir breytingum vegna umferðaröryggis á núverandi aðkomu að Síðuskóla samkvæmt meðfylgjandi tillögu.

Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. desember 2015 og fól skipulagsstjóra að vinna erindið áfram. Verkfræðistofan Efla vann skýrslu dagsetta 8. maí 2014, síðast uppfærð 1. febrúar 2015 um umferðaröryggi og aðgengi við grunnskóla Akureyrar. Skipulagsstjóra var falið að láta vinna tillögur um úrbætur og leggja fram í skipulagsnefnd. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 26. október 2016. Tvær nýjar tillögur um úrbætur eru lagðar fram og kom Gunnar Jóhannesson verkfræðingur á fundinn og kynnti þær. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 30. nóvember 2016 og lagði til að Gunnar skoðaði að banna vinstri beygju inn á og út af skólalóðinni á álagstíma. Jónas Valdimarsson framkvæmdadeild gerði grein fyrir niðurstöðum Gunnars.
Lagt fram til kynningar.

14.Drottningarbrautarstígur - deiliskipulag

Málsnúmer 2016100071Vakta málsnúmer

Skipulagsstjóri óskar eftir að tekið verði til umræðu hvort gera þurfi deiliskipulag fyrir Drottningarbrautarstíginn. Skipulagsnefnd frestaði erindinu á fundi 9. nóvember 2016. Lagt var fram minnisblað skipulagsstjóra og niðurstaða samráðsfundar skipulags- og framkvæmdadeildar, dagsett 16.11.2016. Jónas Valdimarsson framkvæmdadeild gerði grein fyrir hönnun stígsins og framkvæmdum við hann.
Skipulagsnefnd telur ekki þörf á að uppfæra deiliskipulag stígsins að svo stöddu þar sem hönnun stígsins liggur fyrir og nægir fyrir framkvæmdir. Skipulagsnefnd beinir því til skipulagsdeildar og framkvæmdadeildar að hönnunargögn verði ávallt vistuð og aðgengileg.

15.Hamragerði 17 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016100151Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. október 2016 þar sem Aðalsteinn Ólafsson sækir um stækkun á lóð nr. 17 við Hamragerði. Skipulagsnefnd heimilaði að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 26. október 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 28. október með athugasemdafresti til 28. nóvember 2016.

Ein athugasemd barst:

1) Jón Geir Ágústsson og Heiða Þórðardóttir, dagsett 28. nóvember 2016.

Ekki kemur fram hver fyrirhuguð nýting lóðarstækkuninnar er.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að veita tímabundinn afnotarétt af umbeðnu svæði vestan lóðarinnar Hamragerðis 17 til 5 ára sem framlengist um eitt ár í senn með 6 mánaða uppsagnarfresti. Afnotarétturinn er veittur með því skilyrði að þar verði ekki reist mannvirki eða þar lagt og geymd farartæki. Lóðarskrárritara er falið að gefa út lóðarsamning með ofangreindum skilyrðum.

16.Hamragerði 15 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2016090091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. september 2016 þar sem Guðný Aðalsteinsdóttir sækir um lóð aftan við lóð nr. 15 við Hamragerði. Skipulagsnefnd heimilaði að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 28. september 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 13. október með athugasemdafresti til 9. nóvember 2016.

Engin athugasemd barst.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að veita tímabundinn afnotarétt af umbeðnu svæði vestan lóðarinnar Hamragerðis 15 til 5 ára sem framlengist um eitt ár í senn með 6 mánaða uppsagnarfresti. Afnotarétturinn er veittur með því skilyrði að þar verði ekki reist mannvirki eða þar lagt og geymd farartæki. Lóðarskrárritara er falið að gefa út lóðarsamning með ofangreindum skilyrðum.

17.Hamragerði 13 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2016080108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. ágúst 2016 þar sem Bergljót Pálsdóttir sækir um stækkun á lóð nr. 13 við Hamrgerði. Skipulagsnefnd heimilaði að erindið yrði grenndarkynnt á fundi 28. september 2016. Erindið var grenndarkynnt frá 13. október með athugasemdafresti til 9. nóvember 2016.

Engin athugasemd barst.
Meirihluti skipulagsnefndar samþykkir að veita tímabundinn afnotarétt af umbeðnu svæði vestan lóðarinnar Hamragerðis 13 til 5 ára sem framlengist um eitt ár í senn með 6 mánaða uppsagnarfresti. Afnotarétturinn er veittur með því skilyrði að þar verði ekki reist mannvirki eða þar lagt og geymd farartæki. Lóðarskrárritara er falið að gefa út lóðarsamning með ofangreindum skilyrðum.

18.Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030 - beiðni um umsögn

Málsnúmer 2016110180Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. nóvember 2016, þar sem sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar óskar eftir umsögn Akureyrarkaupstaðar um skipulagslýsingu fyrir Aðalskipulag Eyjafjarðarsveitar 2018-2030.
Skipulagsnefnd gerir eftirfarandi athugasemd:

Mikilvægt er að gera grein fyrir tengingu aðalskipulagsins við Aðalskipulag Akureyrar, en tillaga að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 verður send til umsagnar upp úr áramótunum.

19.Hafnarstræti 69 - tenging við Hótel Akureyri, fyrirspurn

Málsnúmer 2016020105Vakta málsnúmer

Fyrirspurn dagsett 4. febrúar 2016 frá Haraldi Árnasyni um möguleika á að byggja hótel á lóðinni, sem mundi tengjast Hótel Akureyri á næstu lóð, Hafnarstræti 67. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda á fundi 22. júní 2016, að leggja fram breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 14. septemer 2016 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi. Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu þann 14. september og 28. september 2016.
Skipulagsnefnd beinir því til umsækjanda að grynna byggingarreit frá Hafnarstræti inn á lóðina og gæta samræmis í hæð og þakformi við aðliggjandi byggð.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

20.33 kV háspennustrengslögn, Rangárvellir, Hólsvirkjun, Fnjóskadal - lagnaleiðir

Málsnúmer 2016070095Vakta málsnúmer

Rarik ohf., kt. 520269-2669, sendir nánari útfærslu lagnaleiðar samkvæmt þeirri lagnaleið sem umhverfisnefnd og skipulagsnefnd hafa áður samþykkt.
Lagt fram.

21.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 24. nóvember 2016. Lögð var fram fundargerð 610. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2016

Málsnúmer 2016010020Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 1. desember 2016. Lögð var fram fundargerð 611. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

23.Svalbarðsstrandarstígur - aðalskipulag

Málsnúmer 2016120066Vakta málsnúmer

Erindi frá Eiríki Haukssyni sveitarstjóra Svalbarðsstrandarhrepps, þar sem beðið er um að gert verði ráð fyrir göngu- og hjólastíg í Aðalskipulagi Akureyrar við norðanverðan Leiruveg sem tengjast muni samskonar stíg í aðalskipulagi nágrannasveitarfélaganna.
Skipulagsnefnd fagnar áformum um göngu- og hjólastíg milli Akureyrar og Svalbarðseyrar og gert er ráð fyrir honum í drögum að Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030.

24.Glerárvirkjun II - framkvæmdarleyfi

Málsnúmer 2015090001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. desember 2016 þar sem Verkfræðistofan Efla fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir vegtengingu frá Hlíðarfjallsvegi að væntanlegu stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II.
Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdarinnar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Fundi slitið - kl. 11:55.