Glerárvirkjun II - framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdir

Málsnúmer 2015090001

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 211. fundur - 09.09.2015

Erindi dagsett 1. september 2015 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir styrkingu vegslóða að stíflustæði Glerárvirkjunar II, þ.e. vatnsveituvegar milli Sellækjar og Fríðuskálarlækjar. Einnig er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í stíflustæði og pípustæði. Meðfylgjandi er tilkynningaskýrsla um framkvæmd til Skipulagsstofnunar og ákvörðun Skipulagsstofnunar dagsett 24. nóvember 2014 að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat. Einnig skýrsla frá Fornleifastofnun Íslands frá 2014 þar sem fram kemur að fyrirhuguð pípulega raskar ekki fornminjum sem kunnugt er um.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda við styrkingu aðkomuvega og könnunar jarðvegs sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd - 239. fundur - 10.08.2016

Erindi dagsett 4. ágúst 2016 þar sem Verkfræðistofan Efla fyrir hönd Fallorku ehf.,

kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir styrkingu vegslóða að stíflustæði Glerárvirkjunar II, í eftirtöldum liðum:

a) Styrking vega að virkjunarsvæðinu í samráði við viðkomandi veghaldara, þ.e. vatnsveituvegar milli Sellækjar og Fríðuskálalækjar og gamla Hlíðarfjallsveginum frá lóð skotfélags að Sellæk. Um er að ræða 0 - 40 cm styrkingarlag á einstökum köflum.

b) Gerð vegslóða á rasksvæði pípulagnar frá Byrgislæk að lónstæði virkjunarinnar til að koma að tækjum til jarðvegsathugana.

c) Gröftur athugunargryfja í pípustæði og stíflustæði fyrirhugaðrar virkjunar. Gryfjustæði verði valin í pípu- og stíflustæði eftir því sem athugun vindur fram.

d) Könnun jarðefnis í lónstæði virkjunarinnar og haugsetning nýtilegs efnis innan rasksvæðis virkjunar.

e) Lagning burðarlags fyrir vinnuslóða og göngustíg í og meðfram pípustæði frá stíflu að Byrgislæk.

f) Gerð stígs og öryggismana á vesturhluta skotsvæðis.

Einnig er óskað eftir leyfi til að kanna jarðveg í stíflustæði og pípustæði. Meðfylgjandi er tilkynningaskýrsla um framkvæmd til skipulagsstofnunar og ákvörðun skipulagsstofnunar dagsett 24. nóvember 2014 að framkvæmdin þurfi ekki í umhverfismat. Einnig skýrsla frá Fornleifastofnun Íslands frá 2014 þar sem fram kemur að fyrri pípulega raskar ekki fornminjum sem kunnugt er um.
Skipulagsnefnd samþykkir liði b - d, sem samræmast gildandi deiliskipulagi. Skipulagsnefnd minnir á að framkvæmdir á skipulagssvæðinu eru við friðlýstan fólkvang og leggur því ríka áherslu á góða umgengni við allar framkvæmdir og fyrirmyndar frágang alls þess sem raskað er. Við sáningu plantna í sár sem myndast skal einungis notast við tegundir sem er að finna á staðnum.

Skipulagsnefnd - 240. fundur - 24.08.2016

Erindi dagsett 18. ágúst 2016 þar sem Bergur Steingrímsson fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu þrýstilagnar frá væntanlegu stöðvarhúsi 1500 metra í átt að stíflu vegna Glerárvirkjunar II.
Skipulagsnefnd samþykkir framkvæmdaleyfið, sem samræmast gildandi aðal- og deiliskipulagi. Skipulagsnefnd minnir á að framkvæmdir á skipulagssvæðinu eru við svæði á náttúruminjaskrá og leggur því ríka áherslu á góða umgengni við allar framkvæmdir og fyrirmyndar frágang alls þess sem raskað er. Við sáningu plantna í sár sem myndast skal einungis notast við tegundir sem er að finna á staðnum.

Skipulagsnefnd - 241. fundur - 14.09.2016

Erindi dagsett 7. september 2016 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð stígs og öryggismana á vesturhluta skotsvæðis.
Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmdanna, sem eru í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsnefnd - 249. fundur - 14.12.2016

Erindi dagsett 12. desember 2016 þar sem Verkfræðistofan Efla fyrir hönd Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdarleyfi fyrir vegtengingu frá Hlíðarfjallsvegi að væntanlegu stöðvarhúsi Glerárvirkjunar II.
Tryggvi Gunnarsson S-lista bar upp vanhæfi sitt í þessu máli og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmdarinnar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsnefnd".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsnefnd fyrir veitingu framkvæmdarleyfisins:

Framkvæmdin skal vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð - 255. fundur - 15.02.2017

Erindi dagsett 8. febrúar 2017 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 2. áfanga þrýstipípu, þ.e. 700m kafla um Torfdalshóla, frá stöð 3800-4500 samkvæmt meðfylgjandi teikningum af legu lagnar og kennisnið í lögn.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 2. áfanga þrýstipípu fyrir Glerárvirkjun II, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Við framkvæmdir 1. áfanga var svæði utan heimilaðs framkvæmdasvæðis raskað og malarefni fjarlægt. Útgáfa framkvæmdaleyfis fyrir 2. áfanga er háð því að fjarlægðu efni verði skilað og gengið verði frá raskaða svæðinu í sama ástandi og það var.

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð - 259. fundur - 29.03.2017

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Andri Teitsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um útgáfu á framkvæmdarleyfi fyrir 2. áfanga þrýstipípu Glerárvirkjunar II. Við framkvæmd 1. áfanga var svæði utan heimilaðs framkvæmdarsvæðis raskað og malarefni fjarlægt utan framkvæmdarsvæðisins. Skipulagsráð samþykkti 15. febrúar 2017 að útgáfa framkvæmdarleyfis fyrir 2. áfanga væri háð því að fjarlægðu efni verði skilað og gengið verði frá raskaða svæðinu í sama ástandi og það var.

Meðfylgjandi er yfirlýsing verktaka og verkkaupa um frágang og efnisskil á lagnasvæði. Lagt fram bréf Fallorku dagsett 23. mars 2017.

Jón Birgir Gunnlaugsson umhverfisfulltrúi mætti á fundinn og einnig Franz Árnason og Bergur Steingrímsson fulltrúar Fallorku.
Fyrirtæki eiga að fara eftir settum reglum um efnistöku á samræmi við afmörkuð svæði í aðalskipulagi.

Skipulagsráð samþykkir útgáfu framkvæmdarleyfis en gerir þá kröfu að Fallorka greiði fullt verð fyrir það malarefni sem tekið var án heimildar og að gengið verði frá öllum röskuðum svæðum í samráði við umhverfisfulltrúa.

Skipulagsráð - 260. fundur - 12.04.2017

Erindi dagsett 5. apríl 2017 þar sem Bergur Steingrímsson f.h. Fallorku, kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 3. og 4. áfanga aðveitupípu Glerárvirkjunar II samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

Meðfylgjandi er samþykki Minjastofnunar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 3. áfanga, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Skipulagsráð getur ekki samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir 4. áfanga lagnarinnar þar sem sú framkvæmd er ekki í samræmi við samþykkt deiliskipulag.

Skipulagsráð - 262. fundur - 10.05.2017

Erindi dagsett 3. maí 2017 þar sem Helgi Már Pálsson f.h. Fallorku ehf., kt. 600302-4180, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir 4. áfanga þrýstilagnar Glerárvirkjunar II. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við 4. áfanga þrýstilagnar, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarbæ en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.